Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2015 10:43 Ólafur Ólafsson. vísir/vilhelm Ólafur Ólafsson, sem hlaut fjögurra og hálfs árs dóm fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu, hefur óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. „Þrátt fyrir þessa staðreynd telur Hæstiréttur að vísað hafi verið til Ólafs Ólafssonar,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur segir að um grundvallaratriðið sé að ræða. Af umræddu símtali sé sú ranga ályktun dregin að Ólafur Ólafsson hafi verið upplýstur um tiltekna þætti viðskiptanna, þrátt fyrir að fyrirliggjandi gögn sýni annað. Ekkert annað í málinu sýni fram á meinta vitneskju Ólafs um þessi atriði. Þessi ranga forsenda sé hornsteinninn að sakfellingu Ólafs í dómi Hæstaréttar sem telji að á grunni símtalsins sé hafið yfir skynsamlegan vafa að Ólafur Ólafsson skyldi njóta arðs til jafns við Al-Thani. Hann segir verjendur ekki hafa fengið tækifæri til að leiðrétta þessi mistök Hæstaréttar því símtalið hafi ekki verið tekið til efnislegrar meðferðar í málflutningnum, fyrirliggjandi gögn hafi ekki bent til þess að vafi hafi ríkt um þetta atriði og að ekkert hafi verið gefið til kynna að dómarar hafi skilið efni símtalsins með öðrum hætti en héraðsdómur, ákæruvald, verjendur og ákærðu. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að það sé gert á réttum forsendum og forsvaranlegu mati á gögnum málsins. Það var ekki raunin í þessu máli, a.m.k. hvað þetta varðar, og er því beiðst endurupptöku málsins,“segir Þórólfur. Tengdar fréttir Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00 „Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Ólafur Ólafsson, sem hlaut fjögurra og hálfs árs dóm fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu, hefur óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. „Þrátt fyrir þessa staðreynd telur Hæstiréttur að vísað hafi verið til Ólafs Ólafssonar,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur segir að um grundvallaratriðið sé að ræða. Af umræddu símtali sé sú ranga ályktun dregin að Ólafur Ólafsson hafi verið upplýstur um tiltekna þætti viðskiptanna, þrátt fyrir að fyrirliggjandi gögn sýni annað. Ekkert annað í málinu sýni fram á meinta vitneskju Ólafs um þessi atriði. Þessi ranga forsenda sé hornsteinninn að sakfellingu Ólafs í dómi Hæstaréttar sem telji að á grunni símtalsins sé hafið yfir skynsamlegan vafa að Ólafur Ólafsson skyldi njóta arðs til jafns við Al-Thani. Hann segir verjendur ekki hafa fengið tækifæri til að leiðrétta þessi mistök Hæstaréttar því símtalið hafi ekki verið tekið til efnislegrar meðferðar í málflutningnum, fyrirliggjandi gögn hafi ekki bent til þess að vafi hafi ríkt um þetta atriði og að ekkert hafi verið gefið til kynna að dómarar hafi skilið efni símtalsins með öðrum hætti en héraðsdómur, ákæruvald, verjendur og ákærðu. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að það sé gert á réttum forsendum og forsvaranlegu mati á gögnum málsins. Það var ekki raunin í þessu máli, a.m.k. hvað þetta varðar, og er því beiðst endurupptöku málsins,“segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00 „Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00
„Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00