Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Linda Blöndal skrifar 16. maí 2015 19:30 Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp.Samkomulagið ekki lengur í gildiÍ verkfalli dýralækna hafa kjúklingabændur fengið undanþágu fyrir slátrun en samningur milli bænda og dýralæknafélagins var gerður um undanþágur gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki selt. Bændur telja nú að samkomulagið sé ekki lengur í gildi. Kjöt frá Matfugl og Reykjagarði, tveimur af þremur ræktendum, má nú finna í stórmörkuðum en þessi fyrirtæki hafna nú því samkomulagi sem gert var við dýralækna. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Reykjagarði sem framleiðir Holta kjúkling, segir að steininn hafi tekið úr þegar undanþágunefnd dýralækna neitaði í gær að leyfa slátrun og sölu kjötsins. Hann segir að dýralæknar hefðu gefið til kynna að þeir myndu verða sveigjanlegri en þau fyrirheit hafi að engu orðið. Þolinmæðin þrotin„Okkar þolinmæði var bara þrotin. Við erum búin að vera bundin með kjötbirgðir nú á fjórðu viku, rekstrarféð er uppurið, við höfum lítið sem ekkert fjármagn til að reka fyrirtækið og það gengur bara ekki lengur.“ Aðspurður hvort kjúklingabændur séu að ganga á bak orða sinna gagnvart því samkomulagi sem var við dýralækna, segir Matthías ekki svo vera. „Nei, það hefur verið ýjað að því að leysa málin á ákveðinn hátt, að leyfa einhverjum að slátra, sem Dýralæknafélagið stóð ekki við,“ sagði Matthías í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það var ákveðið útlegg sem þeir lögðu fram um að við myndum halda áfram að slátra og frysta kjötið en taka út á móti tvöfalt magn úr frosti, þýða það og dreifa því. Það var það sem þeir sjálfir lögðu til, svona á milli manna án þess að neitt skriflegt sé til um það.“Vilja athuga með bæturSvína- og alifuglafyrirtæki hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi vegna þeirra skilyrða sem dýralæknar settu og vilja að athugað verði hvort samkeppnislög hafði verið brotin. Einnig skoða fyrirtækin nú hvort sækja megi bætur fyrir það tjón sem orðið hafi „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“ eins og stendur í yfirlýsingunni. Nógu löng „þrautarganga“„Það verður bara að reyna að leysa þetta viðfangsefni og leyfa okkur að slátra. Við erum þegar búnir að ganga þrautargönguna nógu lengi,“ bætti Matthías við. Ekki náðist í talsmann dýralækna eða formann Dýralæknafélagsins í dag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10 Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33 Nautakjötið að klárast: „Við erum búnir með okkar“ Kjötvinnslan Norðlenska að klára birgðir sínar af nautakjöti. 13. maí 2015 10:27 Kjúklingur í verslanir þrátt fyrir verkfall Löngu orðið tímabært segir framkvæmdastjóri Matfugls. Formaður BHM segir að skoða þurfi málið. 15. maí 2015 21:15 Frosni kjúklingurinn að klárast hjá Bónus Verkfall dýralækna skapar vandræði í sölu á kjöti. Slátrun liggur niðri og ekki er hægt að tollafgreiða innflutt kjöt. Frosinn kjúklingur í Bónus klárast líklega um næstu helgi og útlit er fyrir að hamborgarar og nautahakk verði bráðlega búið. 5. maí 2015 07:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp.Samkomulagið ekki lengur í gildiÍ verkfalli dýralækna hafa kjúklingabændur fengið undanþágu fyrir slátrun en samningur milli bænda og dýralæknafélagins var gerður um undanþágur gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki selt. Bændur telja nú að samkomulagið sé ekki lengur í gildi. Kjöt frá Matfugl og Reykjagarði, tveimur af þremur ræktendum, má nú finna í stórmörkuðum en þessi fyrirtæki hafna nú því samkomulagi sem gert var við dýralækna. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Reykjagarði sem framleiðir Holta kjúkling, segir að steininn hafi tekið úr þegar undanþágunefnd dýralækna neitaði í gær að leyfa slátrun og sölu kjötsins. Hann segir að dýralæknar hefðu gefið til kynna að þeir myndu verða sveigjanlegri en þau fyrirheit hafi að engu orðið. Þolinmæðin þrotin„Okkar þolinmæði var bara þrotin. Við erum búin að vera bundin með kjötbirgðir nú á fjórðu viku, rekstrarféð er uppurið, við höfum lítið sem ekkert fjármagn til að reka fyrirtækið og það gengur bara ekki lengur.“ Aðspurður hvort kjúklingabændur séu að ganga á bak orða sinna gagnvart því samkomulagi sem var við dýralækna, segir Matthías ekki svo vera. „Nei, það hefur verið ýjað að því að leysa málin á ákveðinn hátt, að leyfa einhverjum að slátra, sem Dýralæknafélagið stóð ekki við,“ sagði Matthías í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það var ákveðið útlegg sem þeir lögðu fram um að við myndum halda áfram að slátra og frysta kjötið en taka út á móti tvöfalt magn úr frosti, þýða það og dreifa því. Það var það sem þeir sjálfir lögðu til, svona á milli manna án þess að neitt skriflegt sé til um það.“Vilja athuga með bæturSvína- og alifuglafyrirtæki hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi vegna þeirra skilyrða sem dýralæknar settu og vilja að athugað verði hvort samkeppnislög hafði verið brotin. Einnig skoða fyrirtækin nú hvort sækja megi bætur fyrir það tjón sem orðið hafi „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“ eins og stendur í yfirlýsingunni. Nógu löng „þrautarganga“„Það verður bara að reyna að leysa þetta viðfangsefni og leyfa okkur að slátra. Við erum þegar búnir að ganga þrautargönguna nógu lengi,“ bætti Matthías við. Ekki náðist í talsmann dýralækna eða formann Dýralæknafélagsins í dag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10 Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33 Nautakjötið að klárast: „Við erum búnir með okkar“ Kjötvinnslan Norðlenska að klára birgðir sínar af nautakjöti. 13. maí 2015 10:27 Kjúklingur í verslanir þrátt fyrir verkfall Löngu orðið tímabært segir framkvæmdastjóri Matfugls. Formaður BHM segir að skoða þurfi málið. 15. maí 2015 21:15 Frosni kjúklingurinn að klárast hjá Bónus Verkfall dýralækna skapar vandræði í sölu á kjöti. Slátrun liggur niðri og ekki er hægt að tollafgreiða innflutt kjöt. Frosinn kjúklingur í Bónus klárast líklega um næstu helgi og útlit er fyrir að hamborgarar og nautahakk verði bráðlega búið. 5. maí 2015 07:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10
Undanþágur veittar fyrir slátrun Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. 7. maí 2015 16:33
Nautakjötið að klárast: „Við erum búnir með okkar“ Kjötvinnslan Norðlenska að klára birgðir sínar af nautakjöti. 13. maí 2015 10:27
Kjúklingur í verslanir þrátt fyrir verkfall Löngu orðið tímabært segir framkvæmdastjóri Matfugls. Formaður BHM segir að skoða þurfi málið. 15. maí 2015 21:15
Frosni kjúklingurinn að klárast hjá Bónus Verkfall dýralækna skapar vandræði í sölu á kjöti. Slátrun liggur niðri og ekki er hægt að tollafgreiða innflutt kjöt. Frosinn kjúklingur í Bónus klárast líklega um næstu helgi og útlit er fyrir að hamborgarar og nautahakk verði bráðlega búið. 5. maí 2015 07:00