Jón Gunnlaugur Viggósson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá HK.
Jón skrifaði undir tveggja ára samning við HK sem féll í 1. deild í vetur eftir samfellda dvöl frá árinu 1996 í deild þeirra bestu.
Jón mun starfa við hlið Bjarka Sigurðssonar sem tók við HK fyrir síðasta tímabil. Jón mun einnig stýra 2. og 3. flokki HK.
Jón þjálfaði kvennalið ÍBV síðustu tvö ár með fínu árangri.
