Volkswagen fjárfestir fyrir 625 milljarða á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 15:12 Úr verksmiðju Seat á Spáni. Svo virðist sem Spánn sé fyrirheitna landið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni þegar kemur að því að smíða nýja bíla fyrirtæksins. Volkswagen ætlar að setja upp 3 nýjar verksmiðjur á Spáni á næstunni, eina þar sem smíðaðir verða Volkswagen bílar, ein fyrir Seat bíla og ein vegna smíði nýs Audi A1, en smíði hans verður flutt frá Belgíu. Seat á Spáni, sem hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 1986, náði að skila 5 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en á sama tíma í fyrra tapaði Seat 5,4 milljarði króna og hafði þá skilað tapi á fyrsta ársfjórðungi samfellt í 7 ár. Það er því jákvæður viðsnúningur hjá Seat og Leon, Ibiza og Altea bílar Seat seljast nú ákaflega vel. Seat framleiðir þessa þrjá aðalbíla Seat í Martorell á Spáni og þar voru framleiddir 443.000 bílar í fyrra og jókst framleiðslan um 13%. Í verksmiðjunni er hægt að framleiða 500.000 bíla og mun vafalaust slá nærri þeirri tölu í ár. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent
Svo virðist sem Spánn sé fyrirheitna landið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni þegar kemur að því að smíða nýja bíla fyrirtæksins. Volkswagen ætlar að setja upp 3 nýjar verksmiðjur á Spáni á næstunni, eina þar sem smíðaðir verða Volkswagen bílar, ein fyrir Seat bíla og ein vegna smíði nýs Audi A1, en smíði hans verður flutt frá Belgíu. Seat á Spáni, sem hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 1986, náði að skila 5 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en á sama tíma í fyrra tapaði Seat 5,4 milljarði króna og hafði þá skilað tapi á fyrsta ársfjórðungi samfellt í 7 ár. Það er því jákvæður viðsnúningur hjá Seat og Leon, Ibiza og Altea bílar Seat seljast nú ákaflega vel. Seat framleiðir þessa þrjá aðalbíla Seat í Martorell á Spáni og þar voru framleiddir 443.000 bílar í fyrra og jókst framleiðslan um 13%. Í verksmiðjunni er hægt að framleiða 500.000 bíla og mun vafalaust slá nærri þeirri tölu í ár.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent