Olís styður Smáþjóðaleikana Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 11:21 Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Helga S Guðmundsdóttir, varaforseti ÍSÍ. Olíuverzlun Íslands hefur gert samstarfssamning við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að Olís verði einn af samstarfsaðilum ÍSÍ vegna Smáþjóðaleikanna 2015 í Reykjavík dagana 1. til 6. júní næstkomandi. Leikarnir eru 16. Smáþjóðaleikarnir en þeir voru fyrst haldnir í San Marínó árið 1985 og hafa einu sinni áður verið haldnir á Íslandi, árið 1997. Alls taka 9 þjóðir þátt í Smáþjóðaleikum en auk Íslands eru það Lúxemborg, Andorra, Malta, Liechtenstein, San Marínó, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland. Laugardalurinn í hjarta Reykjavíkur verður aðalvettvangur leikanna. Þar fer fram keppni í blaki, borðtennis, fimleikum, frjálsíþróttum, júdó, körfuknattleik, skotíþróttum að hluta, strandblaki og sundi. Keppni í tennis, golfi og skotíþróttum fara fram í Kópavogi, á Korpúlfsstöðum og í Álfsnesi. „Smáþjóðaleikarnir 2015 eru einstakur viðburður og stærsta verkefni sem ÍSÍ hefur tekið að sér og því mikilvægt að fá fyrirtæki eins og Olís til að styðja við verkefnið,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Við hjá Olís erum stolt af aðkomu okkar að þessu stórverkefni sem Smáþjóðaleikarnir eru,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Olíuverzlun Íslands hefur gert samstarfssamning við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að Olís verði einn af samstarfsaðilum ÍSÍ vegna Smáþjóðaleikanna 2015 í Reykjavík dagana 1. til 6. júní næstkomandi. Leikarnir eru 16. Smáþjóðaleikarnir en þeir voru fyrst haldnir í San Marínó árið 1985 og hafa einu sinni áður verið haldnir á Íslandi, árið 1997. Alls taka 9 þjóðir þátt í Smáþjóðaleikum en auk Íslands eru það Lúxemborg, Andorra, Malta, Liechtenstein, San Marínó, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland. Laugardalurinn í hjarta Reykjavíkur verður aðalvettvangur leikanna. Þar fer fram keppni í blaki, borðtennis, fimleikum, frjálsíþróttum, júdó, körfuknattleik, skotíþróttum að hluta, strandblaki og sundi. Keppni í tennis, golfi og skotíþróttum fara fram í Kópavogi, á Korpúlfsstöðum og í Álfsnesi. „Smáþjóðaleikarnir 2015 eru einstakur viðburður og stærsta verkefni sem ÍSÍ hefur tekið að sér og því mikilvægt að fá fyrirtæki eins og Olís til að styðja við verkefnið,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Við hjá Olís erum stolt af aðkomu okkar að þessu stórverkefni sem Smáþjóðaleikarnir eru,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira