Hyundai, Volvo og Benz selja bíla á netinu Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 10:29 Er framtíðin fólgin í bílkaupum á netinu. Hyundai hóf að selja bíla sína í Bretlandi beint á netinu í nóvember á síðasta ári. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hyggjast gera slíkt hið sama og eru Volvo og Mercedes Benz á meðal þeirra. Volvo hyggst hefja sölu á bílum sínum gegnum netið á þessu ári og á næsta ári verði sölukerfi þeirra á netinu fullmótað. Þetta gerir Volvo eftir að fyrirtækið komst að því með viðamikilli könnun að helmingur kaupenda Volvo bíla geta hugsað sér að kaupa gegnum netið. Volvo reið á vaðið með sölu bíla sinna á netinu þegar það bauð takmarkað upplag af nýja XC90 jeppanum þar í fyrra. Svo vel tókst til að megnið af bílunum sem í boði voru seldust á fyrsta klukkutímanum. Mercedes Benz hefur einnig tekið fyrstu skrefin í sölu bíla sinna á netinu, en hingað til hefur það takmarkast við tvær Evrópuborgir, Hamburg í Þýskalandi og Varsjá í Póllandi. Verð bílanna er það sama og hjá söluumboðum. Netsala þessi er gerð í tilraunaskyni, en er ekki hugsuð til að útrýma sýningarrýmum fyrir Mercedes Benz bíla, eingöngu styðja við þá. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent
Hyundai hóf að selja bíla sína í Bretlandi beint á netinu í nóvember á síðasta ári. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hyggjast gera slíkt hið sama og eru Volvo og Mercedes Benz á meðal þeirra. Volvo hyggst hefja sölu á bílum sínum gegnum netið á þessu ári og á næsta ári verði sölukerfi þeirra á netinu fullmótað. Þetta gerir Volvo eftir að fyrirtækið komst að því með viðamikilli könnun að helmingur kaupenda Volvo bíla geta hugsað sér að kaupa gegnum netið. Volvo reið á vaðið með sölu bíla sinna á netinu þegar það bauð takmarkað upplag af nýja XC90 jeppanum þar í fyrra. Svo vel tókst til að megnið af bílunum sem í boði voru seldust á fyrsta klukkutímanum. Mercedes Benz hefur einnig tekið fyrstu skrefin í sölu bíla sinna á netinu, en hingað til hefur það takmarkast við tvær Evrópuborgir, Hamburg í Þýskalandi og Varsjá í Póllandi. Verð bílanna er það sama og hjá söluumboðum. Netsala þessi er gerð í tilraunaskyni, en er ekki hugsuð til að útrýma sýningarrýmum fyrir Mercedes Benz bíla, eingöngu styðja við þá.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent