Þungu fargi létt af starfsmönnum Fiskistofu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2015 15:23 Fulltrúar Fiskistofu hafa mótmælt flutningum harðlega undanfarið ár. Hér eru þeir mættir í ráðuneytið með bréf til ráðherra í desember. vísir/valli „Það er búið að lofa ístertu á föstudaginn kemur,“ segir Björn Jónsson, kampakátur fulltrúi starfsmanna, vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu munu ekki þurfa að fylgja stofunni á Akureyri þangað sem til stendur að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar. Björn, sem er einn nokkurra sem kosnir voru af starfsmönnum til að vera fulltrúar stofnunarinnar í málinu, hélt á fund ráðherra ásamt fiskistofustjóra og fleiri fulltrúum eftir hádegið. Í kjölfarið var fundað með starfsmönnum á skrifstofu stofunnar í Hafnarfirði um hálf þrjú. „Stemningin var fín,“ segir Björn um viðbrögð starfsmanna. Ekki hafi sést tilfinningar á borð við þær sem sjáist á knattspyrnuleikjum en fólk greinilega mjög glatt yfir tíðindunum. „Margir hafa verið í óvissu með störf sín enda með fjölskyldu og börn. Svo er makinn í vinnu líka. Það er búið að létta þungu fargi af þessu fólki,“ segir Björn. Einnig skipti máli að nú verði hægt að stöðva „hrun“ stofnunarinnar. Vísar Björn þar til þess að margir hafi hætt störfum hjá stofnuninni síðan ráðherra gerði ljóst um fyriráætlanir sínar sumarið 2014. Ekki hafi verið hægt að ráða í þeirra stað enda með öllu óljóst hvernig málið yrði til lykta leitt. „Það sem skiptir mestu máli er að ráðherra segir að núverandi starfsmenn sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafi val um starfsstöðu á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir Björn. Aðspurður hvort hann viti til þess að einhver ætli að flytja norður segir hann ekki hafa heyrt af því. Að frátöldum fiskistofustjóra sem hafi strax gefið út að hann væri spenntur fyrir flutningnum norður í land. Tengdar fréttir Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Það er búið að lofa ístertu á föstudaginn kemur,“ segir Björn Jónsson, kampakátur fulltrúi starfsmanna, vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu munu ekki þurfa að fylgja stofunni á Akureyri þangað sem til stendur að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar. Björn, sem er einn nokkurra sem kosnir voru af starfsmönnum til að vera fulltrúar stofnunarinnar í málinu, hélt á fund ráðherra ásamt fiskistofustjóra og fleiri fulltrúum eftir hádegið. Í kjölfarið var fundað með starfsmönnum á skrifstofu stofunnar í Hafnarfirði um hálf þrjú. „Stemningin var fín,“ segir Björn um viðbrögð starfsmanna. Ekki hafi sést tilfinningar á borð við þær sem sjáist á knattspyrnuleikjum en fólk greinilega mjög glatt yfir tíðindunum. „Margir hafa verið í óvissu með störf sín enda með fjölskyldu og börn. Svo er makinn í vinnu líka. Það er búið að létta þungu fargi af þessu fólki,“ segir Björn. Einnig skipti máli að nú verði hægt að stöðva „hrun“ stofnunarinnar. Vísar Björn þar til þess að margir hafi hætt störfum hjá stofnuninni síðan ráðherra gerði ljóst um fyriráætlanir sínar sumarið 2014. Ekki hafi verið hægt að ráða í þeirra stað enda með öllu óljóst hvernig málið yrði til lykta leitt. „Það sem skiptir mestu máli er að ráðherra segir að núverandi starfsmenn sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafi val um starfsstöðu á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir Björn. Aðspurður hvort hann viti til þess að einhver ætli að flytja norður segir hann ekki hafa heyrt af því. Að frátöldum fiskistofustjóra sem hafi strax gefið út að hann væri spenntur fyrir flutningnum norður í land.
Tengdar fréttir Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18