Íslenski hópurinn í Eurovision hélt til Vínarborgar í Austurríki í morgun. María Ólafsdóttir stígur á stóra sviðið í seinni forkeppni Eurovision á fimmtudag þar sem hún mun flytja framlag Íslands, Unbroken.
Hópurinn millilendir í Kaupmannahöfn síðdegis og fer þaðan til Vínar.
Mikil spenna ríkti innan hópsins og stemningin mikil, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
