Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Linda Blöndal skrifar 12. maí 2015 20:31 Íbúahópur gegn frekari stóriðju í Helguvík ásamt Hestamannafélaginu Mána hvöttu bæjarbúa Reykjanesbæjar til þátttöku í kröfugöngu sem hófst klukkan hálfsex í kvöld. Hópurinn vill að ný kísilmálmverksmiðja Thorsil fái ekki að rísa í Helguvík. Á annað hundrað, bæði menn og hestar, tóku þátt í göngunni frá smábátahöfninni í átt að ráðhúsinu. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, tók þar við kröfum þeirra. „Ég er bara ánægður að íbúar skuli hafa skoðun og koma því á framfæri sem þeir eru að hugsa,“ segir Friðjón. „Það er ekki oft sem það gerist. Við munum taka tillit til þessa í umræðunni. Ég er ekki tilbúinn að segja hér og nú hvað verður en ég mun kynna þetta mál inni í bæjarstjórn, það er ljóst.“ „Við viljum bara íbúalýðræði í bænum og við viljum að íbúar fái að koma að ákvarðanatöku í svona stóru máli,“ segir Guðmundur Auðun Gunnarsson, íbúi í Reykjanesbæ. Gunnar Eyjólfsson, formaður Mána, segir hestamenn í félaginu eðlilega hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri byggingu versins vegna staðsetningar þess. „Við erum innan við kílómeter frá kísilverinu,“ segir Gunnar. „Þarna eru um fimmtíu hesthús, fjögur hundruð hestar á húsi og svo er búið að rækta þarna upp 120 hektara land sem við beitum á sumrin síðustu fjörutíu árin.“Sýnt var beint frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hestar Tengdar fréttir Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag. 9. maí 2015 15:22 Forstjóri og rekstrarstjóri ráðnir fyrir kísilverksmiðju United Silicon hefur ráðið Helga Þórhallsson og Þórð Magnússon fyrir starfsemi fyrirtækisins í Helguvík. 14. apríl 2015 11:32 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Íbúahópur gegn frekari stóriðju í Helguvík ásamt Hestamannafélaginu Mána hvöttu bæjarbúa Reykjanesbæjar til þátttöku í kröfugöngu sem hófst klukkan hálfsex í kvöld. Hópurinn vill að ný kísilmálmverksmiðja Thorsil fái ekki að rísa í Helguvík. Á annað hundrað, bæði menn og hestar, tóku þátt í göngunni frá smábátahöfninni í átt að ráðhúsinu. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, tók þar við kröfum þeirra. „Ég er bara ánægður að íbúar skuli hafa skoðun og koma því á framfæri sem þeir eru að hugsa,“ segir Friðjón. „Það er ekki oft sem það gerist. Við munum taka tillit til þessa í umræðunni. Ég er ekki tilbúinn að segja hér og nú hvað verður en ég mun kynna þetta mál inni í bæjarstjórn, það er ljóst.“ „Við viljum bara íbúalýðræði í bænum og við viljum að íbúar fái að koma að ákvarðanatöku í svona stóru máli,“ segir Guðmundur Auðun Gunnarsson, íbúi í Reykjanesbæ. Gunnar Eyjólfsson, formaður Mána, segir hestamenn í félaginu eðlilega hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri byggingu versins vegna staðsetningar þess. „Við erum innan við kílómeter frá kísilverinu,“ segir Gunnar. „Þarna eru um fimmtíu hesthús, fjögur hundruð hestar á húsi og svo er búið að rækta þarna upp 120 hektara land sem við beitum á sumrin síðustu fjörutíu árin.“Sýnt var beint frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Hestar Tengdar fréttir Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag. 9. maí 2015 15:22 Forstjóri og rekstrarstjóri ráðnir fyrir kísilverksmiðju United Silicon hefur ráðið Helga Þórhallsson og Þórð Magnússon fyrir starfsemi fyrirtækisins í Helguvík. 14. apríl 2015 11:32 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00
Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag. 9. maí 2015 15:22
Forstjóri og rekstrarstjóri ráðnir fyrir kísilverksmiðju United Silicon hefur ráðið Helga Þórhallsson og Þórð Magnússon fyrir starfsemi fyrirtækisins í Helguvík. 14. apríl 2015 11:32