Sjá einnig: Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skipti.
Haukar, sem lentu í 5. sæti í Olís-deildinni, unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og unnu Íslandsmeistaratitilinn með stæl.
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar byrjuðu á því að slá út erkifjendur sína í FH 2-0 og kláruðu svo deildarmeistara Vals í þremur leikjum. Haukar gáfu ekkert eftir í úrslitunum og unnu spútniklið Aftureldingar 3-0.
Árni Steinn Steinþórsson vaknaði heldur betur til lífsins í úrslitakeppninni eftir slakan vetur og skoraði 44 mörk í leikjunum átta, eða 5,5 mörk að meðaltali í leik. Til samanburðar skoraði Árni 3,3 mörk að meðaltali í leik í deildinni í vetur.
Annar Selfyssingur, Janus Daði Smárason, blómstraði einnig í úrslitakeppninni og skoraði 43 mörk (þar af 14 af vítalínunni) auk þess sem hann gaf fjöldan allan af stoðsendingum.

Örn Ingi skoraði í öllum tíu leikjum Mosfellinga í úrslitakeppninni en hann skoraði tvisvar níu mörk í leik; í oddaleiknum gegn ÍR og fyrsta leiknum gegn Haukum.
Næstur á listanum yfir markahæstu leikmenn úrslitakeppninnar er Sturla Ásgeirsson, hornamaður ÍR, sem gerði 49 mörk í átta leikjum, eða 6,1 mark að meðaltali í leik.
Markahæstu leikmenn úrslitakeppninnar 2015:
Örn Ingi Bjarkason, Afturelding - 51/10
Sturla Ásgeirsson, ÍR - 49/26
Árni Steinn Steinþórsson, Haukar - 44
Janus Daði Smárason, Haukar - 43/14
Björgvin Hólmgeirsson, ÍR - 33
Pétur Júníusson, Afturelding - 33
Arnar Birkir Hálfdánsson, ÍR - 32
Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding - 30
Adam Haukur Baumruk, Haukar - 28
Jóhann Gunnar Einarsson, Afturelding - 27/8