Ekki ljóstrað upp um mörg leyndarmál á fundi vitnis með verjanda Hreiðars Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 14:18 Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, er lengst til vinstri á myndinni. Vísir Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. Vitnin sem um ræðir eru annars vegar Steingrímur Kárason, sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, og Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Kaupþings. Steingrímur bar vitni í gær og sagðist hafa átt fundi með verjendum Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Ingólfs Helgasonar. Verjandi Hreiðars, Hörður Felix Harðarson, spurði Steingrím hvort eitthvað hefði verið reynt að hafa áhrif á framburð hans á þeim fundum og kvað hann svo ekki hafa verið. Þá sagðist hann ekki hafa verið beittur þrýstingi til að segja neitt annað en sannleikann. Helgi og Hörður Felix funduðu í gær Fyrir dómi í dag kom svo fram að Helgi átti fund með Herði Felix í gær. Kvaðst hann hafa séð einhver gögn úr málinu á þeim fundi en aðspurður sagði hann fundinn hafa snúist um hvað það væri sem hann gæti upplýst í málinu. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, spurði svo hvort það væri ekki rétt skilið af gögnum málsins að Helgi hefði verið sakborningur í málinu á ákveðnum tímapunkti. Játti Helgi því. Gestur spurði hann þá hvort hann hefði ekki haft öll gögn málsins undir höndum vegna þess. „Jú, það er rétt. Ég er með öll gögn málsins.” Gestur spurði í þessu ljósi hvort Helgi héldi að uppljóstrað hefði verið um mörg leyndarmál á fundi hans með Herði Felix. „Nei, það held ég nú ekki.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. Vitnin sem um ræðir eru annars vegar Steingrímur Kárason, sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, og Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Kaupþings. Steingrímur bar vitni í gær og sagðist hafa átt fundi með verjendum Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Ingólfs Helgasonar. Verjandi Hreiðars, Hörður Felix Harðarson, spurði Steingrím hvort eitthvað hefði verið reynt að hafa áhrif á framburð hans á þeim fundum og kvað hann svo ekki hafa verið. Þá sagðist hann ekki hafa verið beittur þrýstingi til að segja neitt annað en sannleikann. Helgi og Hörður Felix funduðu í gær Fyrir dómi í dag kom svo fram að Helgi átti fund með Herði Felix í gær. Kvaðst hann hafa séð einhver gögn úr málinu á þeim fundi en aðspurður sagði hann fundinn hafa snúist um hvað það væri sem hann gæti upplýst í málinu. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, spurði svo hvort það væri ekki rétt skilið af gögnum málsins að Helgi hefði verið sakborningur í málinu á ákveðnum tímapunkti. Játti Helgi því. Gestur spurði hann þá hvort hann hefði ekki haft öll gögn málsins undir höndum vegna þess. „Jú, það er rétt. Ég er með öll gögn málsins.” Gestur spurði í þessu ljósi hvort Helgi héldi að uppljóstrað hefði verið um mörg leyndarmál á fundi hans með Herði Felix. „Nei, það held ég nú ekki.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59
Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45