Fulltrúar ríkisins og Samtaka atvinnulífsins hafa nóg að gera í samningaviðræðum í húsi ríkissáttasemjara, oft nefnt Karphúsið, í Borgartúninu í dag.
Klukkan níu í morgun hófst samningafundur Flóabandalagsins og VR með fulltrúm Samtaka atvinnulífsins. Stendur fundurinn enn yfir.
Samninganefnd Bandalags háskólamanna hittir samninganefnd ríksins klukkan 14. Þar svarar hún óformlega tilboðinu sem að barst í gær. Félagsmenn í BHM hafa verið í verkfalli frá 7. apríl síðastliðnum.
Klukkan þrjú hittast svo samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins.
