Án nokkurs fyrirvara hleypur hann þó inn í dýflissuna öskrandi heróp sem átti eftir að vekja mikla athygli. Hinir í hópnum vissu ekki sitt rjúkandi ráð og það tók þá nokkrar sekúndur að elta stríðskappann, en áætlunin var ónýt. Þeir féllu allir í bardaga við skrímsli dýflissunnar á örskotsstundu, bölvandi Leeroy Jenkins fyrir óþolinmæði sína.
Þessi atburðarrás átti sér stað í leiknum World of Warcraft þann 11. maí 2005. Myndband af árásinni misheppnuðu var birt á spjallsíðu Blizzard og vakti strax gífurlega athygli. Á þeim átta árum sem myndbandið hefur verið á Youtube er búið að horfa á upprunalega myndbandið rúmlega 43 milljón sinnum.
Í gær voru tíu ár frá því að myndbandið var birt á internetinu í fyrsta sinn.