Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 17:45 Saksóknarateymið sem sækir málið gegn Kaupþingsmönnum fyrir hönd embættis sérstaks saksóknara. Fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Noregi, Jan Petter Sissener, kvaðst fyrir dómi í dag hafa hætt störfum hjá bankanum í febrúar 2008 vegna óánægju með ársreikning bankans fyrir árið 2007. Sissener bar vitni í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Sissener sagðist hafa spurt stjórnendur bankans út í ýmislegt í kjölfar ársreikningsins en fengið ófullnægjandi svör við spurningum sínum. „Ég er ekki í vafa um það að bankinn leit á þetta sem brot á trygglyndi og það má segja að það hafi verið rétt. Ef maður treystir ekki ársreikningum fyrirtækisins þá er það skortur á trygglyndi,” sagði Sissener.Mikil kaup eigin viðskipta „óásættanleg” Saksóknari spurði Sissener svo út í viðskipti bankans með eigin hlutabréf og sagðist hann hafa óskað eftir áliti breskrar lögfræðistofu á vegna mikilla kaupa bankans í sjálfum sér. „Niðurstaða þeirra var sú að þetta væri með öllu óásættanlegt í alþjóðlegu tilliti og að ég ætti að ræða þetta við Helga Sigurðsson [yfirlögfræðing Kauþings] og Hreiðar Má. Ég lagði til að þessi kaup yrðu stöðvuð og eftir heitar umræður í viku stöðvuðu þeir þessa markaðsvakt. Svo skilst mér að þeta hafi farið í gang hjá Glitni og nú hef ég síðan haft fregnir af því að þetta fór aftur í gang hjá Kaupþingi.” Undir lok skýrslutökunnar kom fram að Sissener hefur staðið í málaferlum við Kaupþing vegna starfsloka hans.Skynjaði óánægju vegna mikilla kaupa eigin viðskipta í bankanum Birna Jenna Jónsdóttir, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings, bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Hlutverk hennar innan deildarinnar var að vera með viðskiptavakt í skuldabréfum og kvaðst hún ekki hafa þekkt stefnu bankans varðandi kaup og sölu í sjálfum sér. Saksóknari spurði hana þá hvort hún vissi eitthvað um afskipti yfirmanna af viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Birna sagði að Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta og einn af ákærðu í málinu, hefði fengið símtöl en hún vissi ekki frá hverjum né hversu oft. Aðspurð hvort hún hafi skynjað að starfsmenn eigin viðskipta hafi verið óánægðir með mikil kaup í Kaupþingi sagði Birna: „Já, ég skynjaði það undir lokin að það var óánægja með hvað það var keypt mikið. [...] Ég sá það á Birni, ég þekki hann vel.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Noregi, Jan Petter Sissener, kvaðst fyrir dómi í dag hafa hætt störfum hjá bankanum í febrúar 2008 vegna óánægju með ársreikning bankans fyrir árið 2007. Sissener bar vitni í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Sissener sagðist hafa spurt stjórnendur bankans út í ýmislegt í kjölfar ársreikningsins en fengið ófullnægjandi svör við spurningum sínum. „Ég er ekki í vafa um það að bankinn leit á þetta sem brot á trygglyndi og það má segja að það hafi verið rétt. Ef maður treystir ekki ársreikningum fyrirtækisins þá er það skortur á trygglyndi,” sagði Sissener.Mikil kaup eigin viðskipta „óásættanleg” Saksóknari spurði Sissener svo út í viðskipti bankans með eigin hlutabréf og sagðist hann hafa óskað eftir áliti breskrar lögfræðistofu á vegna mikilla kaupa bankans í sjálfum sér. „Niðurstaða þeirra var sú að þetta væri með öllu óásættanlegt í alþjóðlegu tilliti og að ég ætti að ræða þetta við Helga Sigurðsson [yfirlögfræðing Kauþings] og Hreiðar Má. Ég lagði til að þessi kaup yrðu stöðvuð og eftir heitar umræður í viku stöðvuðu þeir þessa markaðsvakt. Svo skilst mér að þeta hafi farið í gang hjá Glitni og nú hef ég síðan haft fregnir af því að þetta fór aftur í gang hjá Kaupþingi.” Undir lok skýrslutökunnar kom fram að Sissener hefur staðið í málaferlum við Kaupþing vegna starfsloka hans.Skynjaði óánægju vegna mikilla kaupa eigin viðskipta í bankanum Birna Jenna Jónsdóttir, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings, bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Hlutverk hennar innan deildarinnar var að vera með viðskiptavakt í skuldabréfum og kvaðst hún ekki hafa þekkt stefnu bankans varðandi kaup og sölu í sjálfum sér. Saksóknari spurði hana þá hvort hún vissi eitthvað um afskipti yfirmanna af viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Birna sagði að Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta og einn af ákærðu í málinu, hefði fengið símtöl en hún vissi ekki frá hverjum né hversu oft. Aðspurð hvort hún hafi skynjað að starfsmenn eigin viðskipta hafi verið óánægðir með mikil kaup í Kaupþingi sagði Birna: „Já, ég skynjaði það undir lokin að það var óánægja með hvað það var keypt mikið. [...] Ég sá það á Birni, ég þekki hann vel.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59