Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 14:16 "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur Kristinn. Vísir/GVA Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna þess að hann taldi sig ekki hafa stuðning allra í yfirstjórn bankans við skipulagsbreytingar sem hann hafði áhuga á að framkvæma. Holttum er á meðal vitna í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Tekin var símaskýrsla af honum með aðstoð dómtúlks og gekk það nokkuð illa framan af þar sem hann skildi orðið „stop” sem „start”. Hann gerði því góða grein fyrir því hvers vegna hann hafði byrjað að vinna fyrir Kauþing þegar saksóknari var í raun að spyrja hvers vegna hann hefði hætt.Spurði sig hvað væri að hjá bankanum Holttum sagði að hann hefði byrjað að vinna hjá bankanum því honum þótti starf alþjóðlegs regluvarðar áhugavert. Þá sá hann fyrir sér að hægt yrði að ráðast í skipulagsbreytingar varðandi regluvörslu bankans sem samanstóð af aðskildum teymum í þeim löndum þar sem bankinn hafði starfsemi. Taldi Holttum að hægt væri að auka samstarf þessara eininga en til þess kom ekki þar sem hann hætti hjá bankanum eftir rúmt hálft ár í starfi. Borin var undir hann skýrsla sem tekin var af honum hjá lögreglu og er eftirfarandi þar haft eftir Holttum í óbeinni ræðu: „Nikolas spurði sig margsinnis hvað væri að hjá bankanum, hvort það væri skipulagsleysi eða kæruleysi í rekstri. Nikolas hafði einnig áhyggjur af orðspori sínu en ákvað samt að gefa þessu sex mánuði og að þeim oknum sendi hann Helga [Sigurðssyni, yfirlögfræðingi Kaupþings] áðurnefnt bréf þar sem hann lagði línurnar hvernig starfið ætti að vera.” Aðspurður hvort rétt væri haft honum þarna sagði Holttum svo vera. Hann hefði skrifað Helga bréf, sex mánuðum eftir að hann byrjaði, þar sem hann lýsti ýmsum þeim atriðum sem hann hafði áhyggjur af í rekstri bankans.Undraðist á eignarhlut Kaupþings í eigin bréfum Saksóknari spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tímann rætt viðskipti Kaupþings með eigin bréf við einhvern hjá bankanum. „Það gæti hafa verið í júní 2008 þegar ég kom í seinasta skipti til Reykjavíkur. Þá ræddum við Helgi þetta og hann sagði við mig að bankinn væri kominn eitthvað yfir 4% í eigin bréfum. Hann var að spyrja mig um birtingarkröfur á grundvelli tilskipunar um gagnsæi viðskipta og ég gerði honum skýrt grein fyrir því að þegar bankinn færi yfir 5% þá væri komin flöggun.” Holttum sagðist svo hafa bent Helga á það að í sumum löndum væri ólöglegt fyrir banka að eiga í sjálfum sér, til dæmis í Þýskalandi, og að annars staðar þyrfti að tilkynna slík viðskipti í kauphöll. Helgi tjáði honum þá að slíkt væri ekki nauðsynlegt á Íslandi. Saksóknari spurði Holttum að lokum hvort hann hefði undrast að Kaupþing ætti yfir 4% í eigin bréfum. „Já, ég var nokkuð undrandi á því,” svaraði Holttum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna þess að hann taldi sig ekki hafa stuðning allra í yfirstjórn bankans við skipulagsbreytingar sem hann hafði áhuga á að framkvæma. Holttum er á meðal vitna í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Tekin var símaskýrsla af honum með aðstoð dómtúlks og gekk það nokkuð illa framan af þar sem hann skildi orðið „stop” sem „start”. Hann gerði því góða grein fyrir því hvers vegna hann hafði byrjað að vinna fyrir Kauþing þegar saksóknari var í raun að spyrja hvers vegna hann hefði hætt.Spurði sig hvað væri að hjá bankanum Holttum sagði að hann hefði byrjað að vinna hjá bankanum því honum þótti starf alþjóðlegs regluvarðar áhugavert. Þá sá hann fyrir sér að hægt yrði að ráðast í skipulagsbreytingar varðandi regluvörslu bankans sem samanstóð af aðskildum teymum í þeim löndum þar sem bankinn hafði starfsemi. Taldi Holttum að hægt væri að auka samstarf þessara eininga en til þess kom ekki þar sem hann hætti hjá bankanum eftir rúmt hálft ár í starfi. Borin var undir hann skýrsla sem tekin var af honum hjá lögreglu og er eftirfarandi þar haft eftir Holttum í óbeinni ræðu: „Nikolas spurði sig margsinnis hvað væri að hjá bankanum, hvort það væri skipulagsleysi eða kæruleysi í rekstri. Nikolas hafði einnig áhyggjur af orðspori sínu en ákvað samt að gefa þessu sex mánuði og að þeim oknum sendi hann Helga [Sigurðssyni, yfirlögfræðingi Kaupþings] áðurnefnt bréf þar sem hann lagði línurnar hvernig starfið ætti að vera.” Aðspurður hvort rétt væri haft honum þarna sagði Holttum svo vera. Hann hefði skrifað Helga bréf, sex mánuðum eftir að hann byrjaði, þar sem hann lýsti ýmsum þeim atriðum sem hann hafði áhyggjur af í rekstri bankans.Undraðist á eignarhlut Kaupþings í eigin bréfum Saksóknari spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tímann rætt viðskipti Kaupþings með eigin bréf við einhvern hjá bankanum. „Það gæti hafa verið í júní 2008 þegar ég kom í seinasta skipti til Reykjavíkur. Þá ræddum við Helgi þetta og hann sagði við mig að bankinn væri kominn eitthvað yfir 4% í eigin bréfum. Hann var að spyrja mig um birtingarkröfur á grundvelli tilskipunar um gagnsæi viðskipta og ég gerði honum skýrt grein fyrir því að þegar bankinn færi yfir 5% þá væri komin flöggun.” Holttum sagðist svo hafa bent Helga á það að í sumum löndum væri ólöglegt fyrir banka að eiga í sjálfum sér, til dæmis í Þýskalandi, og að annars staðar þyrfti að tilkynna slík viðskipti í kauphöll. Helgi tjáði honum þá að slíkt væri ekki nauðsynlegt á Íslandi. Saksóknari spurði Holttum að lokum hvort hann hefði undrast að Kaupþing ætti yfir 4% í eigin bréfum. „Já, ég var nokkuð undrandi á því,” svaraði Holttum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59