Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. maí 2015 08:52 Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, fullyrðir að samkomulag hafa verið um að fara ekki í verkfall á meðan vinstri stjórn var við völd. Þetta sagði hún í þættinum Eyjunni á Stöð 2 en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Þegar þáttastjórnandinn Björn Ingi Hrafnsson spurði hana hver hafi gert það samkomulag svaraði Vigdís: „Það var þegjandi samkomulag, við vitum það alveg.“ Vísir hefur rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, en hann segir ummælin fráleit. Rætt verður nánar við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kom í þáttinn ásamt Birni Val Gíslasyni, varaformanni Vinstri grænna, og voru kjaramál til umræðu. Heilbrigðisstarfsmenn halda lífi sjúklinga í herkvíVigdís sagði stöðuna sem uppi er í þjóðfélaginu í kjaramálum grafalvarlega. „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ Hún stillti upp kjaradeilu tæknimanna á RÚV við hlið þessara grein og spurði hvers vegna þeir hefðu getað samið við Rafiðnaðarsambandið á einum degi eins og smellt væri fingri. „Þetta er mjög alvarleg staða og að opinberir starfsmenn skuli nota verkfallsréttinn og velja út þessa viðkvæmu þætti,“ sagði hún jafnframt og sagðist ekki telja að dýralæknar ríkisins né kollegar hennar hjá sýslumanni væru með lág laun. Köldustu kveðjur sem launþegar í landinu hafa fengiðBjörn Valur Gíslason var ósáttur við orð Vigdísar. „Þetta eru köldustu kveðjur sem launþegar í þessu landi hafa fengið lengi vel, þetta er mjög alvarleg staða sem uppi er og okkur ber skylda til að leysa hana í stað þess að hnýta í fólk með þessu orðalagi sem Vigdís Hauks fór yfir áðan. Gera lítið úr fólki sem er í kjaradeilu og er að leita réttinda sinna. Þetta voru kaldar kveðjur, mér finnst að þær eigi að fá að lifa í loftinu,“ sagði hann í lok þáttarins. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Velferð svína tryggð með slátrun Tvö svínabú á Suðurlandi fengu undanþágu fyrir slátrun háða skilyrðum. 8. maí 2015 07:30 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. 9. maí 2015 13:50 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, fullyrðir að samkomulag hafa verið um að fara ekki í verkfall á meðan vinstri stjórn var við völd. Þetta sagði hún í þættinum Eyjunni á Stöð 2 en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Þegar þáttastjórnandinn Björn Ingi Hrafnsson spurði hana hver hafi gert það samkomulag svaraði Vigdís: „Það var þegjandi samkomulag, við vitum það alveg.“ Vísir hefur rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, en hann segir ummælin fráleit. Rætt verður nánar við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kom í þáttinn ásamt Birni Val Gíslasyni, varaformanni Vinstri grænna, og voru kjaramál til umræðu. Heilbrigðisstarfsmenn halda lífi sjúklinga í herkvíVigdís sagði stöðuna sem uppi er í þjóðfélaginu í kjaramálum grafalvarlega. „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ Hún stillti upp kjaradeilu tæknimanna á RÚV við hlið þessara grein og spurði hvers vegna þeir hefðu getað samið við Rafiðnaðarsambandið á einum degi eins og smellt væri fingri. „Þetta er mjög alvarleg staða og að opinberir starfsmenn skuli nota verkfallsréttinn og velja út þessa viðkvæmu þætti,“ sagði hún jafnframt og sagðist ekki telja að dýralæknar ríkisins né kollegar hennar hjá sýslumanni væru með lág laun. Köldustu kveðjur sem launþegar í landinu hafa fengiðBjörn Valur Gíslason var ósáttur við orð Vigdísar. „Þetta eru köldustu kveðjur sem launþegar í þessu landi hafa fengið lengi vel, þetta er mjög alvarleg staða sem uppi er og okkur ber skylda til að leysa hana í stað þess að hnýta í fólk með þessu orðalagi sem Vigdís Hauks fór yfir áðan. Gera lítið úr fólki sem er í kjaradeilu og er að leita réttinda sinna. Þetta voru kaldar kveðjur, mér finnst að þær eigi að fá að lifa í loftinu,“ sagði hann í lok þáttarins.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Velferð svína tryggð með slátrun Tvö svínabú á Suðurlandi fengu undanþágu fyrir slátrun háða skilyrðum. 8. maí 2015 07:30 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. 9. maí 2015 13:50 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Velferð svína tryggð með slátrun Tvö svínabú á Suðurlandi fengu undanþágu fyrir slátrun háða skilyrðum. 8. maí 2015 07:30
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42
Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. 9. maí 2015 13:50
Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00