Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2015 09:48 Birgir Jakobsson. Vísir/Steinar Júlíusson. Hafin er lögreglurannsókn á barkaígræðslum á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þetta kom fram í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu. Uppdrag granskning veit af átta aðilum sem gengið hafa í gegnum barkaígræðsluna. Af þeim eru fjórir látnir. Á þeim tíma sem barkaígræðslan var framkvæmd, árið 2011, var Birgir Jakobsson forstjóri Karólínska sjúkrahússins. Hann var forstjóri þess sjúkrahúss í sjö ár, eða frá árinu 2007 til 2014, en hann var skipaður landlæknir af heilbrigðisráðherra til fimm ára í nóvember í fyrra. Læknirinn Paolo Macchiarini þróaði aðferðina sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Stofnfrumur eiga svo að sjá til þess að vefur myndist utan um plastbarkann og geri honum þannig kleift að virka eðlilega. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Andemariam Beyene.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmHann lést eftir að hafa farið í gegnum aðgerð Macchiarini og fengið barkaígræðslu. Andemariam var frá Erítreu og stundaði nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein. Rituð var grein um þessa barkaígræðslu og voru læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson titlaðir meðhöfundar hennar en hún var sögð vera einhverjar mestu lygar læknasögunnar í Uppdrag granskning. Tómas var einnig beðinn um að taka þátt í aðgerðinni á Andemariam því hann hafði framkvæmt aðgerð á Eritríumanninum á Íslandi. Í fyrra kom þó í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð. Í kjölfar þess var hann kærður. Einnig kom í ljós að atriði í greininni hafi ekki samræmst sjúkraskrám Andermariam. Karólínska sjúkrahúsið fékk utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum. Ekki náðist í Birgi Jakobsson landlækni við gerð þessarar fréttar. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Hafin er lögreglurannsókn á barkaígræðslum á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þetta kom fram í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu. Uppdrag granskning veit af átta aðilum sem gengið hafa í gegnum barkaígræðsluna. Af þeim eru fjórir látnir. Á þeim tíma sem barkaígræðslan var framkvæmd, árið 2011, var Birgir Jakobsson forstjóri Karólínska sjúkrahússins. Hann var forstjóri þess sjúkrahúss í sjö ár, eða frá árinu 2007 til 2014, en hann var skipaður landlæknir af heilbrigðisráðherra til fimm ára í nóvember í fyrra. Læknirinn Paolo Macchiarini þróaði aðferðina sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Stofnfrumur eiga svo að sjá til þess að vefur myndist utan um plastbarkann og geri honum þannig kleift að virka eðlilega. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Andemariam Beyene.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmHann lést eftir að hafa farið í gegnum aðgerð Macchiarini og fengið barkaígræðslu. Andemariam var frá Erítreu og stundaði nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein. Rituð var grein um þessa barkaígræðslu og voru læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson titlaðir meðhöfundar hennar en hún var sögð vera einhverjar mestu lygar læknasögunnar í Uppdrag granskning. Tómas var einnig beðinn um að taka þátt í aðgerðinni á Andemariam því hann hafði framkvæmt aðgerð á Eritríumanninum á Íslandi. Í fyrra kom þó í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð. Í kjölfar þess var hann kærður. Einnig kom í ljós að atriði í greininni hafi ekki samræmst sjúkraskrám Andermariam. Karólínska sjúkrahúsið fékk utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum. Ekki náðist í Birgi Jakobsson landlækni við gerð þessarar fréttar.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30