Bacca hetja Sevilla í Varsjá | Sjáðu mörkin í úrslitaleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2015 18:15 Carlos Bacca er maður kvöldsins. vísir/getty Sevilla vann Evrópudeildina annað árið í röð í kvöld þegar liðið lagði Dnipro Dniopropetrovsk, 3-2, í frábærum úrslitaleik. Sannkölluð veisla í Varsjá. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur í meira lagi, en í honum voru skoruð fjögur mörk. Veislan hófst eftir aðeins sjö mínútur þegar Nikola Kalinic kom Dnipro yfir gegn gagni leiksins eftir flotta skyndisókn Úkraínumannanna. Dnipro hefur treyst á sterkan varnarleik og öflugar skyndisóknir í Evrópudeildinni sem skilaði liðinu alla leið í úrslitaleikinn. Pólverjinn Grzegorz Krychowiak jafnaði metin fyrir Sevilla með föstu skoti úr teignum á 28. mínútu eftir smá darraðadans. Fín afgreiðsla hjá Krychowiak sem var á heimavelli, en úrslitaleikurinn fór fram í Varsjá sem fyrr segir. Þremur mínútum síðar fékk Kólumbíumaðurinn Carlos Bacca stungusendingu í gegnum vörnina frá fyrrverandi Arsenal-manninum Juan Antonio Reyes. Bacca, sem skoraði 20 mörk í deildinni og var kominn með fjögur mörk í Evrópudeildinni fyrir kvöldið, lék auðveldlega á Denis Boyko í marki Dnipro og renndi knettinum í netið, 1-2. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki búið því fyrirliði Dnipro, úkraínski landsliðsmaðurinn Ruslan Rotan, skoraði beint úr aukaspyrnu á 44. mínútu, 2-2. Sevilla var áfram mun betra liðið í seinni hálfleik og verðskuldað sigurmark. Það skoraði svo framherjinn Carlos Bacca. Hann tók færið sitt frábærlega eftir aðra stungusendingu á 73. mínútu, 3-2. Bacca var hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna skömmu síðar en Boyko í markinu varði skalla hans af stuttu færi stórkostlega í horn. Dnipro gerði veika atlögu að marki Sevilla í uppbótartímanum en spænska liðið hélt út og vann sinn fjórða Evrópudeildartitil. Þessi er þó mikilvægari heldur en hinir þrír því nú er það svo að sigurvegari Evrópudeildarinnar fær Meistaradeildarsæti næsta vetur. Það hentar Sevilla vel þar sem liðið endaði í fimmta sæti spænsku deildarinnar.Nikola Kalinic kemur Dnipro í 1-0: Grzegorz Krychowiak jafnar fyrir Sevilla í 1-1: Carlos Bacca kemur Sevilla yfir, 1-2: Rusan Rotan jafnar í 2-2 fyrir Dnipro: Carlos Bacca kemur Sevilla í 2-3: Evrópudeild UEFA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Sevilla vann Evrópudeildina annað árið í röð í kvöld þegar liðið lagði Dnipro Dniopropetrovsk, 3-2, í frábærum úrslitaleik. Sannkölluð veisla í Varsjá. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur í meira lagi, en í honum voru skoruð fjögur mörk. Veislan hófst eftir aðeins sjö mínútur þegar Nikola Kalinic kom Dnipro yfir gegn gagni leiksins eftir flotta skyndisókn Úkraínumannanna. Dnipro hefur treyst á sterkan varnarleik og öflugar skyndisóknir í Evrópudeildinni sem skilaði liðinu alla leið í úrslitaleikinn. Pólverjinn Grzegorz Krychowiak jafnaði metin fyrir Sevilla með föstu skoti úr teignum á 28. mínútu eftir smá darraðadans. Fín afgreiðsla hjá Krychowiak sem var á heimavelli, en úrslitaleikurinn fór fram í Varsjá sem fyrr segir. Þremur mínútum síðar fékk Kólumbíumaðurinn Carlos Bacca stungusendingu í gegnum vörnina frá fyrrverandi Arsenal-manninum Juan Antonio Reyes. Bacca, sem skoraði 20 mörk í deildinni og var kominn með fjögur mörk í Evrópudeildinni fyrir kvöldið, lék auðveldlega á Denis Boyko í marki Dnipro og renndi knettinum í netið, 1-2. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki búið því fyrirliði Dnipro, úkraínski landsliðsmaðurinn Ruslan Rotan, skoraði beint úr aukaspyrnu á 44. mínútu, 2-2. Sevilla var áfram mun betra liðið í seinni hálfleik og verðskuldað sigurmark. Það skoraði svo framherjinn Carlos Bacca. Hann tók færið sitt frábærlega eftir aðra stungusendingu á 73. mínútu, 3-2. Bacca var hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna skömmu síðar en Boyko í markinu varði skalla hans af stuttu færi stórkostlega í horn. Dnipro gerði veika atlögu að marki Sevilla í uppbótartímanum en spænska liðið hélt út og vann sinn fjórða Evrópudeildartitil. Þessi er þó mikilvægari heldur en hinir þrír því nú er það svo að sigurvegari Evrópudeildarinnar fær Meistaradeildarsæti næsta vetur. Það hentar Sevilla vel þar sem liðið endaði í fimmta sæti spænsku deildarinnar.Nikola Kalinic kemur Dnipro í 1-0: Grzegorz Krychowiak jafnar fyrir Sevilla í 1-1: Carlos Bacca kemur Sevilla yfir, 1-2: Rusan Rotan jafnar í 2-2 fyrir Dnipro: Carlos Bacca kemur Sevilla í 2-3:
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira