Vegur um Teigsskóg aftur í umhverfismat Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2015 09:09 Vegamálastjóri sýnir þáverandi ráðherra vegamála Teigsskóg sumarið 2013. Vísir/Daníel Skipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat vegna hins umdeilda vegar um Teigsskóg í Þorskafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Skipulagsstofnunar í morgun. „Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að þær breytingar sem gerðar hafa verið á legu vegarins út úr Teigsskógi að hluta, auk breyttra hönnunarforsendna og hönnunar á þverunum yfir Djúpafjörð og Gufufjörð og breytingar á fyrirkomulagi efnistöku feli í sér verulegar breytingar á forsendum umhverfismats sem gefi tilefni til endurskoðunar umhverfismatsins, þar sem umræddar breytingar séu líklegar til að hafa áhrif á umhverfismat framkvæmdarinnar hvað varðar áhrif á skóglendi, landslag og leirur og fjörur,“ segir stofnunin. Deilur hafa staðið í um áratug um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í Austur-Barðarstrandarsýslu. Um er að ræða rúmlega 15 kílómetra kafla Vestfjarðavegar, sem Vegagerðin vill leggja um Teigsskóg með svokallaðri leið B frá Þorskafirði og vestur fyrir Gufufjörð. Árið 2006 lagðist Skipulagsstofnun gegn leið B vegna umhverfisáhrifa. Úrskurðurinn var kærður til umhverfisráðherra og síðar skotið til dómstóla. Árið 2009 staðfesti Hæstiréttur að óheimilt væri að leggja veginn samkvæmt leið B vegna umhverfisáhrifa.Veglínur sem Vegagerðin skoðar um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.„Í endurupptökubeiðni Vegagerðarinnar er lögð fram tillaga að breyttri veglínu, sem kölluð er leið Þ-H. Í henni felst tilfærsla á veglínu frá leið B að hluta, auk þess sem brúarop eru breikkuð á brúm yfir Djúpafjörð og Gufufjörð og fallið er frá efnistöku í Teigsskógi. Skipulagsstofnun kynnti endurupptökubeiðni Vegagerðarinnar með auglýsingu og óskaði umsagna viðkomandi sveitarfélags og opinberra stofnana og bárust stofnuninni 17 umsagnir og athugasemdir. Greining Skipulagsstofnunar á framlögðum gögnum sýnir að leið Þ-H er í aðalatriðum sambærileg veglína og leið B sem lögð var fram til umhverfismats í fyrra matsferli. Mesta einstaka frávik á legu vegarins er á um 2,6 km kafla í Þorskafirði þar sem fylgt er leið sem lögð var fram til samanburðar í fyrra matsferli. Þegar allt er talið felur leið Þ-H í sér breytta veglínu frá leið B sem nemur allt að rúmlega þriðjungi alls vegarins og rúmlega helmingi þess kafla sem liggur um Teigsskóg. Hvað varðar efnistöku, hafa framkvæmdaáformin tekið verulegum breytingum. Horfið hefur verið frá efnistöku í Teigsskógi með tilheyrandi vegslóðum og einnig hefur verið dregið úr efnistöku á Grónesi. Framangreindar breytingar á veglínu og efnistöku hafa í för með sér að skerðing á Teigsskógi verður talsvert minni en samkvæmt fyrri áformum. Þannig er gert ráð fyrir að leið Þ-H skerði skógarsvæði um 16 ha, í stað 26 ha vegna vegar samkvæmt leið B og 17 ha vegna efnistöku fyrir leið B. Einnig mun leið Þ-H liggja utan skógarins á um 2,6 km kafla, en leið B lá eftir skóginum endilöngum. Jafnframt er nú fyrirhugað að græða upp um 9 ha raskaðs skógar meðfram veginum með kjarri. Það er því niðurstaða Skipulagsstofnunar að fallist er á beiðni Vegagerðarinnar um endurupptöku á þeim hluta úrskurðar stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp sem varðar leið B í 2. áfanga. Ákvörðun Skipulagsstofnunar er kæranleg til umhverfis- og auðlindaráðherra. Þessi niðurstaða hefur í för með sér að Vegagerðin getur lagt fram tillögu að matsáætlun samkvæmt 8. gr. laga nr. 106/2000 með áorðnum breytingum. Í matsáætlun fyrir endurskoðað umhverfismat verður tekin afstaða til þess hvaða valkostir verða skoðaðir og á hvaða gögnum umhverfismatið skal byggja og hvert umfang þess skuli vera. Þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmdinni og sem leitt hafa til þess að fallist er á endurskoðun umhverfismatsins, þá liggur fyrir að sú framkvæmd sem hér um ræðir felur í sér inngrip inn í lítt snortna landslagsheild og svæði með viðkvæmri náttúru sem fellur undir ýmis verndarákvæði í lögum og stefnu stjórnvalda. Það er því mikilvægt að í endurskoðuðu umhverfismati verði lagðar fram ítarlegar upplýsingar um umhverfisaðstæður, vandað til umhverfismats og lagt mat á umhverfisáhrif mögulegra valkosta til að bæta samgöngur á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp,“ segir Skipulagsstofnun. Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg varla fyrr en árið 2019 Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. 14. október 2014 13:45 Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Leið um Teigsskóg reynd til þrautar Vegagerðin hefur ákveðið að láta reyna til þrautar að koma vegi um Teigsskóg í gegnum skipulagsferli. 7. júlí 2014 19:45 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat vegna hins umdeilda vegar um Teigsskóg í Þorskafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Skipulagsstofnunar í morgun. „Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að þær breytingar sem gerðar hafa verið á legu vegarins út úr Teigsskógi að hluta, auk breyttra hönnunarforsendna og hönnunar á þverunum yfir Djúpafjörð og Gufufjörð og breytingar á fyrirkomulagi efnistöku feli í sér verulegar breytingar á forsendum umhverfismats sem gefi tilefni til endurskoðunar umhverfismatsins, þar sem umræddar breytingar séu líklegar til að hafa áhrif á umhverfismat framkvæmdarinnar hvað varðar áhrif á skóglendi, landslag og leirur og fjörur,“ segir stofnunin. Deilur hafa staðið í um áratug um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í Austur-Barðarstrandarsýslu. Um er að ræða rúmlega 15 kílómetra kafla Vestfjarðavegar, sem Vegagerðin vill leggja um Teigsskóg með svokallaðri leið B frá Þorskafirði og vestur fyrir Gufufjörð. Árið 2006 lagðist Skipulagsstofnun gegn leið B vegna umhverfisáhrifa. Úrskurðurinn var kærður til umhverfisráðherra og síðar skotið til dómstóla. Árið 2009 staðfesti Hæstiréttur að óheimilt væri að leggja veginn samkvæmt leið B vegna umhverfisáhrifa.Veglínur sem Vegagerðin skoðar um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.„Í endurupptökubeiðni Vegagerðarinnar er lögð fram tillaga að breyttri veglínu, sem kölluð er leið Þ-H. Í henni felst tilfærsla á veglínu frá leið B að hluta, auk þess sem brúarop eru breikkuð á brúm yfir Djúpafjörð og Gufufjörð og fallið er frá efnistöku í Teigsskógi. Skipulagsstofnun kynnti endurupptökubeiðni Vegagerðarinnar með auglýsingu og óskaði umsagna viðkomandi sveitarfélags og opinberra stofnana og bárust stofnuninni 17 umsagnir og athugasemdir. Greining Skipulagsstofnunar á framlögðum gögnum sýnir að leið Þ-H er í aðalatriðum sambærileg veglína og leið B sem lögð var fram til umhverfismats í fyrra matsferli. Mesta einstaka frávik á legu vegarins er á um 2,6 km kafla í Þorskafirði þar sem fylgt er leið sem lögð var fram til samanburðar í fyrra matsferli. Þegar allt er talið felur leið Þ-H í sér breytta veglínu frá leið B sem nemur allt að rúmlega þriðjungi alls vegarins og rúmlega helmingi þess kafla sem liggur um Teigsskóg. Hvað varðar efnistöku, hafa framkvæmdaáformin tekið verulegum breytingum. Horfið hefur verið frá efnistöku í Teigsskógi með tilheyrandi vegslóðum og einnig hefur verið dregið úr efnistöku á Grónesi. Framangreindar breytingar á veglínu og efnistöku hafa í för með sér að skerðing á Teigsskógi verður talsvert minni en samkvæmt fyrri áformum. Þannig er gert ráð fyrir að leið Þ-H skerði skógarsvæði um 16 ha, í stað 26 ha vegna vegar samkvæmt leið B og 17 ha vegna efnistöku fyrir leið B. Einnig mun leið Þ-H liggja utan skógarins á um 2,6 km kafla, en leið B lá eftir skóginum endilöngum. Jafnframt er nú fyrirhugað að græða upp um 9 ha raskaðs skógar meðfram veginum með kjarri. Það er því niðurstaða Skipulagsstofnunar að fallist er á beiðni Vegagerðarinnar um endurupptöku á þeim hluta úrskurðar stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp sem varðar leið B í 2. áfanga. Ákvörðun Skipulagsstofnunar er kæranleg til umhverfis- og auðlindaráðherra. Þessi niðurstaða hefur í för með sér að Vegagerðin getur lagt fram tillögu að matsáætlun samkvæmt 8. gr. laga nr. 106/2000 með áorðnum breytingum. Í matsáætlun fyrir endurskoðað umhverfismat verður tekin afstaða til þess hvaða valkostir verða skoðaðir og á hvaða gögnum umhverfismatið skal byggja og hvert umfang þess skuli vera. Þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmdinni og sem leitt hafa til þess að fallist er á endurskoðun umhverfismatsins, þá liggur fyrir að sú framkvæmd sem hér um ræðir felur í sér inngrip inn í lítt snortna landslagsheild og svæði með viðkvæmri náttúru sem fellur undir ýmis verndarákvæði í lögum og stefnu stjórnvalda. Það er því mikilvægt að í endurskoðuðu umhverfismati verði lagðar fram ítarlegar upplýsingar um umhverfisaðstæður, vandað til umhverfismats og lagt mat á umhverfisáhrif mögulegra valkosta til að bæta samgöngur á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp,“ segir Skipulagsstofnun.
Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg varla fyrr en árið 2019 Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. 14. október 2014 13:45 Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Leið um Teigsskóg reynd til þrautar Vegagerðin hefur ákveðið að láta reyna til þrautar að koma vegi um Teigsskóg í gegnum skipulagsferli. 7. júlí 2014 19:45 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Vegur um Teigsskóg varla fyrr en árið 2019 Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. 14. október 2014 13:45
Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30
Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49
Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00
Leið um Teigsskóg reynd til þrautar Vegagerðin hefur ákveðið að láta reyna til þrautar að koma vegi um Teigsskóg í gegnum skipulagsferli. 7. júlí 2014 19:45
Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45