Loka þurfi um 75 prósent sjúkrarýma sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2015 19:20 "Ljóst er að verkfallið er þegar farið að hafa alvarleg áhrif á framvindu meðferðar margra sjúklinga sem þurfa að þola bið eftir svörum sem varða næstu skref í meðferð þeirra,“ segir Herdís. vísir/pjetur Loka þarf um 75 prósent allra sjúkrarýma Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga. Sjúklingar í virkri meðferð verða áfram á sjúkrahúsunum en ekki verður möguleiki á að taka við nýjum sjúklingum nema í bráðatilfellum. Bráðadeildir á Selfossi og í Vestmannaeyjum verða opnar og sótt verður um undanþágu til að veita göngudeildarþjónustu fyrir blóðskilunarsjúklinga á Selfossi og krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Þjónusta í heimahjúkrun á Suðurlandi verður óbreytt að mestu. Þeir sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslu eru því beðnir um að fylgjast með framvindu verkfallsins.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.Öryggi sjúklinga ógnað Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, lýsir yfir þungum áhyggjum í tilkynningu sem hún sendir frá sér í kvöld. Hún segir ástandið grafalvarlegt, óvissa ríki um raunverulegt ástand sjúklinga sem enn bíði eftir rannsóknum og hvaða áhrif töf á því að komast til meðferðar muni hafa í för með sér fyrir sjúklinga. „Ljóst er að verkfallið er þegar farið að hafa alvarleg áhrif á framvindu meðferðar margra sjúklinga sem þurfa að þola bið eftir svörum sem varða næstu skref í meðferð þeirra,“ segir hún. Herdís segir jafnframt að komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga á morgun yrði það geysilega erfið viðbót við yfirstandandi verkföll lífeinda- og geislafræðinga og ljósmæðra. Áhætta gæti skapast fyrir sjúklinga ef töf verði á þjónustu og úrvinnslu undanþágubeiðna fyrir bráðveika sjúklinga. Því sé ljóst að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga muni draga úr getu HSU til að sinna þörfum sjúklinga og meðhöndla einkenni. „Það mun skapa verulega ógn við öryggi sjúklinga,“ segir Herdís. Á Selfossi verða opin 5 rúm af 18 sjúkrarúmum en áfram eru öll 40 hjúkrunarrými opin. Í Vestmannaeyjum verða um 4 rúm af 15 sjúkrarúmum opin, en þegar eru þar fyrir sjúklingar sem eru í biðplássi eftir hjúkrunarrými. Þar eru áfram opin 7 hjúkrunarrými. Verkfall 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Loka þarf um 75 prósent allra sjúkrarýma Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga. Sjúklingar í virkri meðferð verða áfram á sjúkrahúsunum en ekki verður möguleiki á að taka við nýjum sjúklingum nema í bráðatilfellum. Bráðadeildir á Selfossi og í Vestmannaeyjum verða opnar og sótt verður um undanþágu til að veita göngudeildarþjónustu fyrir blóðskilunarsjúklinga á Selfossi og krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Þjónusta í heimahjúkrun á Suðurlandi verður óbreytt að mestu. Þeir sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslu eru því beðnir um að fylgjast með framvindu verkfallsins.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.Öryggi sjúklinga ógnað Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, lýsir yfir þungum áhyggjum í tilkynningu sem hún sendir frá sér í kvöld. Hún segir ástandið grafalvarlegt, óvissa ríki um raunverulegt ástand sjúklinga sem enn bíði eftir rannsóknum og hvaða áhrif töf á því að komast til meðferðar muni hafa í för með sér fyrir sjúklinga. „Ljóst er að verkfallið er þegar farið að hafa alvarleg áhrif á framvindu meðferðar margra sjúklinga sem þurfa að þola bið eftir svörum sem varða næstu skref í meðferð þeirra,“ segir hún. Herdís segir jafnframt að komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga á morgun yrði það geysilega erfið viðbót við yfirstandandi verkföll lífeinda- og geislafræðinga og ljósmæðra. Áhætta gæti skapast fyrir sjúklinga ef töf verði á þjónustu og úrvinnslu undanþágubeiðna fyrir bráðveika sjúklinga. Því sé ljóst að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga muni draga úr getu HSU til að sinna þörfum sjúklinga og meðhöndla einkenni. „Það mun skapa verulega ógn við öryggi sjúklinga,“ segir Herdís. Á Selfossi verða opin 5 rúm af 18 sjúkrarúmum en áfram eru öll 40 hjúkrunarrými opin. Í Vestmannaeyjum verða um 4 rúm af 15 sjúkrarúmum opin, en þegar eru þar fyrir sjúklingar sem eru í biðplássi eftir hjúkrunarrými. Þar eru áfram opin 7 hjúkrunarrými.
Verkfall 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira