Nordsjælland vann sinn fyrsta sigur í heilan mánuð í dönsku úrvalsdeildinni, en Nordsjælland valtaði yfir Hobro, 4-2, í dag.
Marcus Ingvartsen kom Nordsjælland yfir á 35. mínútu, en Martin Mikkelsen jafnaði metin rétt fyrir hlé.
Guðmundur Þórarinsson lagði upp annað mark Nordsjælland, en Ingvartsen skoraði það einnig. Emiliano Marcondes og Uffe Bech skoruðu tvö mörk í viðbót.
Staðan var orðin 4-1, en Martin Mikkelsen minnkaði muninn fyrir Hobro níu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 4-2.
Nordsjælland hafði tapað fjóra leikjum í röð, en þeir höfðu ekki unnið síðan 25. apríl þegar liðið vann Silkeborg, 1-0.
Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn fyrir Nordsjælland, en Guðjón Baldvinsson kom inná síðustu tvær mínúturnar.
Guðmundur lagði upp mark í fyrsta sigri Nordsjælland í mánuð
Anton Ingi Leifsson skrifar
