Nordsjælland vann sinn fyrsta sigur í heilan mánuð í dönsku úrvalsdeildinni, en Nordsjælland valtaði yfir Hobro, 4-2, í dag.
Marcus Ingvartsen kom Nordsjælland yfir á 35. mínútu, en Martin Mikkelsen jafnaði metin rétt fyrir hlé.
Guðmundur Þórarinsson lagði upp annað mark Nordsjælland, en Ingvartsen skoraði það einnig. Emiliano Marcondes og Uffe Bech skoruðu tvö mörk í viðbót.
Staðan var orðin 4-1, en Martin Mikkelsen minnkaði muninn fyrir Hobro níu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 4-2.
Nordsjælland hafði tapað fjóra leikjum í röð, en þeir höfðu ekki unnið síðan 25. apríl þegar liðið vann Silkeborg, 1-0.
Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn fyrir Nordsjælland, en Guðjón Baldvinsson kom inná síðustu tvær mínúturnar.
Guðmundur lagði upp mark í fyrsta sigri Nordsjælland í mánuð
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn