Bjarni Benediktsson: Efnahagsstaða Íslendinga nú sú sterkasta frá upphafi Bjarki Ármannsson skrifar 25. maí 2015 11:23 Fjármálaráðherra segir stöðu í efnahagsmálum standa helst uppúr að kjörtímabili hálfnuðu. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að góð staða efnahagsmála sé klárlega það sem standi helst uppúr að kjörtímabili sínu hálfnuðu. Hann segist telja að Ísland sé í dag í sterkustu stöðu sem landið hefur nokkru sinni verið í, efnahagslega séð. Þetta kemur fram í máli Bjarna í viðtali sem birtist á Eyjunni í dag. Hann segir það hafa tekist á skemmri tíma en hann þorði að vona að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu, sem endurspeglist meðal annars í lágri verðbólgu, auknum kaupmætti og hallalausum ríkisrekstri. „Góðærisárin fyrir hrun voru byggð á gríðarlega miklum viðskiptahalla, það hlaut að þurfa að koma leiðrétting út af því,“ segir Bjarni í viðtalinu. „En ef við berum okkur saman við þann tíma í dag, þá erum við með hærri landsframleiðslu, meiri kaupmátt og við erum með jöfnuð í viðskiptum við útlönd. Undirstöðuatvinnugreinarnar standa einnig allar betur en þær gerðu þá.“ Hann segir þó ekki hægt að neita því að ástandið á vinnumarkaði setji ákveðið „óveðurský“ yfir efnahagsástandið og vonar að það rætist vel úr kjaraviðræðum.Stöðugleikaskattur skili mörg hundruð milljörðum Bjarni ræðir einnig frumvarp um afnám hafta, sem stendur til að leggja fram á þingi á næstu dögum. Hann segist vona að 2015 verði ár „stórra aðgerða“ í þeim efnum. Hann segir að unnið sé að heildstæðri áætlun sem feli ekki í sér að höftin verði afnumin að fullu á þessu ári, en muni leysa langstærstu ógnirnar við afnámsferlið á árinu. Hann tekur undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um að stöðugleikaskatturinn svokallaði muni skila mörg hundruð milljörðum í þjóðarbúið.„Það er algjört grundvallaratriði að við erum ekki að vinna að lausn fjármagnshaftanna út frá því að grípa til einhverra tekjuöflunaraðgerða,“ segir Bjarni. „Þetta er aðgerð sem er nauðsynlegt að fara í til þess að losa hagkerfið undan höftunum. Það leiðir hins vegar af sjálfu sér, að þegar þú leggur á skatt, þá munu koma tekjur til ríkisins og við munum nota þær tekjur til þess að greiða niður skuldir. Þar erum við að ræða um mörg hundruð milljarða, alveg klárlega.“ Tengdar fréttir Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07 Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01 Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að góð staða efnahagsmála sé klárlega það sem standi helst uppúr að kjörtímabili sínu hálfnuðu. Hann segist telja að Ísland sé í dag í sterkustu stöðu sem landið hefur nokkru sinni verið í, efnahagslega séð. Þetta kemur fram í máli Bjarna í viðtali sem birtist á Eyjunni í dag. Hann segir það hafa tekist á skemmri tíma en hann þorði að vona að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu, sem endurspeglist meðal annars í lágri verðbólgu, auknum kaupmætti og hallalausum ríkisrekstri. „Góðærisárin fyrir hrun voru byggð á gríðarlega miklum viðskiptahalla, það hlaut að þurfa að koma leiðrétting út af því,“ segir Bjarni í viðtalinu. „En ef við berum okkur saman við þann tíma í dag, þá erum við með hærri landsframleiðslu, meiri kaupmátt og við erum með jöfnuð í viðskiptum við útlönd. Undirstöðuatvinnugreinarnar standa einnig allar betur en þær gerðu þá.“ Hann segir þó ekki hægt að neita því að ástandið á vinnumarkaði setji ákveðið „óveðurský“ yfir efnahagsástandið og vonar að það rætist vel úr kjaraviðræðum.Stöðugleikaskattur skili mörg hundruð milljörðum Bjarni ræðir einnig frumvarp um afnám hafta, sem stendur til að leggja fram á þingi á næstu dögum. Hann segist vona að 2015 verði ár „stórra aðgerða“ í þeim efnum. Hann segir að unnið sé að heildstæðri áætlun sem feli ekki í sér að höftin verði afnumin að fullu á þessu ári, en muni leysa langstærstu ógnirnar við afnámsferlið á árinu. Hann tekur undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um að stöðugleikaskatturinn svokallaði muni skila mörg hundruð milljörðum í þjóðarbúið.„Það er algjört grundvallaratriði að við erum ekki að vinna að lausn fjármagnshaftanna út frá því að grípa til einhverra tekjuöflunaraðgerða,“ segir Bjarni. „Þetta er aðgerð sem er nauðsynlegt að fara í til þess að losa hagkerfið undan höftunum. Það leiðir hins vegar af sjálfu sér, að þegar þú leggur á skatt, þá munu koma tekjur til ríkisins og við munum nota þær tekjur til þess að greiða niður skuldir. Þar erum við að ræða um mörg hundruð milljarða, alveg klárlega.“
Tengdar fréttir Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07 Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01 Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07
Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01
Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30
Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34