Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 18:47 Forsætisráðherra segir skattahækkanir koma til greina ef samið verður um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Þá segir hann að óhjákvæmilegt gæti reynst fyrir stjórnvöld að grípa inn í kjaradeilur heilbrigðisstarfsmanna ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu. Verkfall hátt í sex hundruð geislafræðinga, lífeindafræðinga, náttúrufræðinga og ljósmæðra sem starfa á heilbrigðisstofnunum á landinu hefur nú staðið í hátt í sjö vikur. Allt stefnir í að um 2.100 hjúkrunarfræðingar bætist í hóp þeirra, en þeir hafa boðað ótímabundið verkfall á miðvikudaginn ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem gæti komið upp ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur og að vel sé fylgst með þróun mála. Fyrir um hálfum mánuði sagði landlæknir að hann vildi að sett yrðu lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. „Það er rétt að landlæknir hefur metið það þannig að sú staða geti verið að koma upp. Hins vegar höfum við vilja sjá hvort ekki næðist einhver niðurstaða á almenna markaðnum þannig að það mætti komast hjá slíkum aðgerðum,“ segir Sigmundur.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværarBreytir stöðunni ef lífi fólks er stefnt í hættu Stjórnendur á Landspítalanum hafa lýst því yfir að verkfall BHM hafi haft mikil áhrif á starfsemi spítalans og að erfitt sé að tryggja öryggi sjúklinga. Sigmundur Davíð segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt um að setja lög á verkföll heilbrigðisstarfsmanna en að svo gæti farið ef staðan á spítalanum versnar mikið. „Þetta er auðvitað alltaf spurning um á hvaða stig hlutirnir eru komnir en þar verðum við að treysta á fagmennina, þá sem stjórna heilbrigðisstofnunum og landlækni, til að meta það. Því að ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert og þá getur reynst óhjákvæmilegt fyrir stjórnvöld að grípa inn í,“ segir Sigmundur Davíð. Þá segir Sigmundur Davíð að nýjir kjarasamningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga verði ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum sé í augsýn.Sjá einnig: Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum. Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð.Skattahækkanir skoðaðar við þenslu Þá segir Sigmundur Davíð að skattahækkanir komi til greina ef samið verður um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. „Skattahækkanir eru auðvitað eitt af þeim tækjum sem stjórnvöld hafa til þess að bregðast við þenslu, þannig að menn munu væntanlega skoða það,“ segir Sigmundur Davíð. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Forsætisráðherra segir skattahækkanir koma til greina ef samið verður um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Þá segir hann að óhjákvæmilegt gæti reynst fyrir stjórnvöld að grípa inn í kjaradeilur heilbrigðisstarfsmanna ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu. Verkfall hátt í sex hundruð geislafræðinga, lífeindafræðinga, náttúrufræðinga og ljósmæðra sem starfa á heilbrigðisstofnunum á landinu hefur nú staðið í hátt í sjö vikur. Allt stefnir í að um 2.100 hjúkrunarfræðingar bætist í hóp þeirra, en þeir hafa boðað ótímabundið verkfall á miðvikudaginn ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem gæti komið upp ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur og að vel sé fylgst með þróun mála. Fyrir um hálfum mánuði sagði landlæknir að hann vildi að sett yrðu lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. „Það er rétt að landlæknir hefur metið það þannig að sú staða geti verið að koma upp. Hins vegar höfum við vilja sjá hvort ekki næðist einhver niðurstaða á almenna markaðnum þannig að það mætti komast hjá slíkum aðgerðum,“ segir Sigmundur.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværarBreytir stöðunni ef lífi fólks er stefnt í hættu Stjórnendur á Landspítalanum hafa lýst því yfir að verkfall BHM hafi haft mikil áhrif á starfsemi spítalans og að erfitt sé að tryggja öryggi sjúklinga. Sigmundur Davíð segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt um að setja lög á verkföll heilbrigðisstarfsmanna en að svo gæti farið ef staðan á spítalanum versnar mikið. „Þetta er auðvitað alltaf spurning um á hvaða stig hlutirnir eru komnir en þar verðum við að treysta á fagmennina, þá sem stjórna heilbrigðisstofnunum og landlækni, til að meta það. Því að ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert og þá getur reynst óhjákvæmilegt fyrir stjórnvöld að grípa inn í,“ segir Sigmundur Davíð. Þá segir Sigmundur Davíð að nýjir kjarasamningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga verði ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum sé í augsýn.Sjá einnig: Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum. Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð.Skattahækkanir skoðaðar við þenslu Þá segir Sigmundur Davíð að skattahækkanir komi til greina ef samið verður um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. „Skattahækkanir eru auðvitað eitt af þeim tækjum sem stjórnvöld hafa til þess að bregðast við þenslu, þannig að menn munu væntanlega skoða það,“ segir Sigmundur Davíð.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04
Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32
Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent