Tveir titilbardagar á UFC 187 í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. maí 2015 12:00 Það var heitt í hamsi í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer risa UFC bardagakvöld þar sem barist er um tvo titla. Chris Weidman ver millivigtartitil sinn gegn Vitor Belfort og Anthony Johnson og Daniel Cormier berjast um léttþungavigtarbeltið. Gríðarleg spenna hefur verið fyrir UFC 187 sem fram fer í kvöld. Í vigtun gærdagsins lét Chris Weidman ókvæð orð falla í garð Vitor Belfort og kallaði hann svindlara. Hinn 38 ára gamli Belfort hefur lengi verið sakaður um notkun frammistöðubætandi lyfja. Á undanförnum árum hefur Belfort fengið svo kallaða Testosterone Replacement Therapy, eða TRT. Meðferðin leyfði mönnum eins og Vitor Belfort að fá löglega aukið testósterónmagn vegna hormónagalla (oftast vegna steramisnotkunar, sjá nánar hér). Nú hefur sú meðferð verið bönnuð og má sjá greinilegan mun á Belfort. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Vitor Belfort kemur til leiks í kvöld. Belfort er með gríðarlega reynslu að baki en hann kom fyrst í UFC árið 1997, þá 19 ára gamall.Sjá einnig: Fimm tímamót á ferli Vitor Belfort Á sama tíma og Belfort er grunaður um steranotkun er Chris Weidman hvers manns hugljúfi. Weidman er maðurinn sem sigraði Anderson Silva tvisvar, einn besta bardagamann í sögu MMA. Hann þykir einstaklega sterkur andlega og er með öflugan glímubakgrunn. Vegurinn að UFC beltinu hefur svo sannarlega ekki verið auðveldur fyrir Weidman. Hann hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika svo sem einelti í æsku, fellibylinn Sandy, var nánast látinn eftir niðurskurð og var nálægt því að gefa drauminn upp á bátinn vegna peningavandræða.Sjá einnig: Chris Weidman er með einstakt hugarfar Það má svo ekki gleyma aðalbardaga kvöldsins en þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson berjast um léttþungavigtartitil UFC. Jon Jones var ríkjandi léttþungavigtarmeistari þangað til UFC svipti hann titlinum. Jones er grunaður um að hafa keyrt á ólétta konu og flúið vettvang og er í tímabundnu banni frá keppni. Það verður því nýr meistari krýndur í nótt. Bæði Cormier og Johnson hafa gengið í gegnum súrt og sætt.Sjá einnig: Ótrúleg upprisa Anthony Johnson – Frá aðhlátursefni að áskorandaSjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Bardagakvöldið hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm bardagar verða á dagskrá: Titilbardagi í léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Daniel Cormier Titilbardagi í millivigt: Chris Weidman gegn Vitor Belfort Léttvigt: Donald Cerrone gegn John Madkessi Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Travis Browne Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn John Moraga MMA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Í kvöld fer risa UFC bardagakvöld þar sem barist er um tvo titla. Chris Weidman ver millivigtartitil sinn gegn Vitor Belfort og Anthony Johnson og Daniel Cormier berjast um léttþungavigtarbeltið. Gríðarleg spenna hefur verið fyrir UFC 187 sem fram fer í kvöld. Í vigtun gærdagsins lét Chris Weidman ókvæð orð falla í garð Vitor Belfort og kallaði hann svindlara. Hinn 38 ára gamli Belfort hefur lengi verið sakaður um notkun frammistöðubætandi lyfja. Á undanförnum árum hefur Belfort fengið svo kallaða Testosterone Replacement Therapy, eða TRT. Meðferðin leyfði mönnum eins og Vitor Belfort að fá löglega aukið testósterónmagn vegna hormónagalla (oftast vegna steramisnotkunar, sjá nánar hér). Nú hefur sú meðferð verið bönnuð og má sjá greinilegan mun á Belfort. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Vitor Belfort kemur til leiks í kvöld. Belfort er með gríðarlega reynslu að baki en hann kom fyrst í UFC árið 1997, þá 19 ára gamall.Sjá einnig: Fimm tímamót á ferli Vitor Belfort Á sama tíma og Belfort er grunaður um steranotkun er Chris Weidman hvers manns hugljúfi. Weidman er maðurinn sem sigraði Anderson Silva tvisvar, einn besta bardagamann í sögu MMA. Hann þykir einstaklega sterkur andlega og er með öflugan glímubakgrunn. Vegurinn að UFC beltinu hefur svo sannarlega ekki verið auðveldur fyrir Weidman. Hann hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika svo sem einelti í æsku, fellibylinn Sandy, var nánast látinn eftir niðurskurð og var nálægt því að gefa drauminn upp á bátinn vegna peningavandræða.Sjá einnig: Chris Weidman er með einstakt hugarfar Það má svo ekki gleyma aðalbardaga kvöldsins en þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson berjast um léttþungavigtartitil UFC. Jon Jones var ríkjandi léttþungavigtarmeistari þangað til UFC svipti hann titlinum. Jones er grunaður um að hafa keyrt á ólétta konu og flúið vettvang og er í tímabundnu banni frá keppni. Það verður því nýr meistari krýndur í nótt. Bæði Cormier og Johnson hafa gengið í gegnum súrt og sætt.Sjá einnig: Ótrúleg upprisa Anthony Johnson – Frá aðhlátursefni að áskorandaSjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Bardagakvöldið hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm bardagar verða á dagskrá: Titilbardagi í léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Daniel Cormier Titilbardagi í millivigt: Chris Weidman gegn Vitor Belfort Léttvigt: Donald Cerrone gegn John Madkessi Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Travis Browne Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn John Moraga
MMA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira