Pape: Erfitt að spila þegar maður nýtur ekki stuðnings þjálfara Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2015 01:37 Pape Mamadou Faye hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Víking. vísir „Kæru vinir mínir og félagar, ég vil fá tækifæri til að útskýra mitt mál eftir allt sem hefur gengið á í dag í fjölmiðlum.“ Svona byrjar Facebook-færsla framherjans Pape Mamadou Faye sem hann skrifaði laust eftir klukkan eitt aðfaranótt laugardags. Pape er hættur hjá Pepsi-deildar liði Víkings eins og Vísir greindi frá í gærmorgun. Pape tilkynnti þjálfurum og leikmönnum Víkings á æfingu í fyrradag að hann væri hættur og hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Þessi 24 ára gamli framherji kom til Víkings veturinn 2012 og átti stóran þátt í að koma liðinu upp úr 1. deildinni sumarið 2013. Þá var hann markahæsti leikmaður Víkings í Pepsi-deildinni í fyrra þegar liðið nældi sér í Evrópusæti í fyrsta sinn í 23 ár.Pape skoraði átta mörk í fyrra.vísir/pjeturEkki metinn fyrir það sem ég geri best „Ég hef upplifað bæði frábæra og erfiða tíma hjá þessu félagi og er ég þakklátur fyrir minn tíma og reynslu hjá Víkingi,“ segir Pape. Hann segist hafa fengið nóg á síðustu vikum og farið á nokkra fundi með þjálfurunun, Ólafi Þórðarsyni og Milosi Milojevic, þar sem hann sagði þeim hvernig honum liði og hvernig honum finndist þeirra aðgerðir ekki hafa gengið upp gagnvart sér. „Ég hef verið að glíma við að spila út úr stöðu og ekki vera metinn fyrir það sem ég geri best. Ég er uppalinn framherji og vill vera metinn fyrir mína frammistöðu og allt sem ég hef gert fyrir félagið,“ segir Pape. „Stundum er bara of erfitt að þola of mikla gagnrýni og vera ekki metinn af þjálfara félagsins. Ég vil meian að ég gaf mig allan fyrir Víking og var tilbúinn að taka þetta tímabil af krafti, en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf upp. Vona ég að Víkingi gangi vel út tímabilið.“Pape er ekki sáttur með Ólaf Þórðarson og Milos Milojevic.vísir/andri marinóEkkert sem gat hjálpað mér að þroskast Tímasetningin á þessum tíðindum hefur sætt furðu þar sem Pape er „læstur inni“ í félagaskiptaglugganum til 15. júlí. Hann segir tímasetninguna engu máli skipti. „Ég hef verið að hugsa þetta í smá tíma og ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig. Í fótbolta þarf þér að líða vel til að spila en þegar þú hefur ekki stuðnings þjálfara getur verið erfitt að spila með gleðinni,“ segir Pape. „Ég hef glímt við ástríðuna að spila fótbolta. Undanfarin ár hef ég sýnt þolinmæði á skipulagi þjálfara og félagsins en ég sá ekki neitt sem gat hjálpað mér að þroskast sem leikmaður hjá þessu félagi lengur.“Byrjunin á Facebook-færslunni.mynd/facebookEkki hættur í fótbolta Pape bætir við að hann hafi ætlað að harka af sér og klára tímabilið en hann varð að bregðast við fyrir sjálfan sig og þá biður hann alla þá sem urðu fyrir vonbrigðum með ákvörðunina afsökunar. „Á sama tíma von ég að þeir geti sýnt minni ákvörðun skilning og því sem ég er að ganga í gegnum. Framhaldið er óljóst eins og staðan er núna en eitt er víst að ég er langt frá því að hætta í fótbolta,“ segir Pape Mamadou Faye. Lokaorðin gefa nokkuð ljóst til kynna að Pape mun reyna komast í annað félag þegar glugginn opnar 15. júlí, en hann er samningsbundinn Víkingum út tímabilið. Hvort hann geri starfslokasamning við Víking á eftir að koma í ljós, en samkvæmt heimildum Vísis hafa mörg félög áhuga á að fá Pape í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Kæru vinir mínir og félagar, ég vil fá tækifæri til að útskýra mitt mál eftir allt sem hefur gengið á í dag í fjölmiðlum.“ Svona byrjar Facebook-færsla framherjans Pape Mamadou Faye sem hann skrifaði laust eftir klukkan eitt aðfaranótt laugardags. Pape er hættur hjá Pepsi-deildar liði Víkings eins og Vísir greindi frá í gærmorgun. Pape tilkynnti þjálfurum og leikmönnum Víkings á æfingu í fyrradag að hann væri hættur og hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Þessi 24 ára gamli framherji kom til Víkings veturinn 2012 og átti stóran þátt í að koma liðinu upp úr 1. deildinni sumarið 2013. Þá var hann markahæsti leikmaður Víkings í Pepsi-deildinni í fyrra þegar liðið nældi sér í Evrópusæti í fyrsta sinn í 23 ár.Pape skoraði átta mörk í fyrra.vísir/pjeturEkki metinn fyrir það sem ég geri best „Ég hef upplifað bæði frábæra og erfiða tíma hjá þessu félagi og er ég þakklátur fyrir minn tíma og reynslu hjá Víkingi,“ segir Pape. Hann segist hafa fengið nóg á síðustu vikum og farið á nokkra fundi með þjálfurunun, Ólafi Þórðarsyni og Milosi Milojevic, þar sem hann sagði þeim hvernig honum liði og hvernig honum finndist þeirra aðgerðir ekki hafa gengið upp gagnvart sér. „Ég hef verið að glíma við að spila út úr stöðu og ekki vera metinn fyrir það sem ég geri best. Ég er uppalinn framherji og vill vera metinn fyrir mína frammistöðu og allt sem ég hef gert fyrir félagið,“ segir Pape. „Stundum er bara of erfitt að þola of mikla gagnrýni og vera ekki metinn af þjálfara félagsins. Ég vil meian að ég gaf mig allan fyrir Víking og var tilbúinn að taka þetta tímabil af krafti, en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf upp. Vona ég að Víkingi gangi vel út tímabilið.“Pape er ekki sáttur með Ólaf Þórðarson og Milos Milojevic.vísir/andri marinóEkkert sem gat hjálpað mér að þroskast Tímasetningin á þessum tíðindum hefur sætt furðu þar sem Pape er „læstur inni“ í félagaskiptaglugganum til 15. júlí. Hann segir tímasetninguna engu máli skipti. „Ég hef verið að hugsa þetta í smá tíma og ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig. Í fótbolta þarf þér að líða vel til að spila en þegar þú hefur ekki stuðnings þjálfara getur verið erfitt að spila með gleðinni,“ segir Pape. „Ég hef glímt við ástríðuna að spila fótbolta. Undanfarin ár hef ég sýnt þolinmæði á skipulagi þjálfara og félagsins en ég sá ekki neitt sem gat hjálpað mér að þroskast sem leikmaður hjá þessu félagi lengur.“Byrjunin á Facebook-færslunni.mynd/facebookEkki hættur í fótbolta Pape bætir við að hann hafi ætlað að harka af sér og klára tímabilið en hann varð að bregðast við fyrir sjálfan sig og þá biður hann alla þá sem urðu fyrir vonbrigðum með ákvörðunina afsökunar. „Á sama tíma von ég að þeir geti sýnt minni ákvörðun skilning og því sem ég er að ganga í gegnum. Framhaldið er óljóst eins og staðan er núna en eitt er víst að ég er langt frá því að hætta í fótbolta,“ segir Pape Mamadou Faye. Lokaorðin gefa nokkuð ljóst til kynna að Pape mun reyna komast í annað félag þegar glugginn opnar 15. júlí, en hann er samningsbundinn Víkingum út tímabilið. Hvort hann geri starfslokasamning við Víking á eftir að koma í ljós, en samkvæmt heimildum Vísis hafa mörg félög áhuga á að fá Pape í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira