Ferðamenn óttaslegnir: Fyrirspurnir hrannast inn hjá hótelum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. maí 2015 12:15 „Þetta er mjög erfitt ástand,“ segir rekstrarstjóri Miðbæjarhótela. Mynd úr safni. Vísir/GVA Ferðamenn eru óttaslegnir yfir stöðunni vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða á Íslandi. Rekstrarstjóri Miðbæjarhótela segir að fyrirspurnir hrannist inn frá áhyggjufullum ferðamönnum sem vilji svör um stöðun. Starfsfólk sitji nú sveitt við að svara. Eva Silvernail, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Miðbæjarhótelum, segir að fyrirspurnir frá ferðaskrifstofum og ferðamönnum streymi inn á borð hjá fyrirtækinu, margir eigi draum um að koma til Íslands en sá draumur sé ekki sá að koma allstaðar að lokuðum dyrum. „Við finnum fyrir miklum ótta og þessi óvissa er að gera hlutina mjög erfiða. Fólk veit ekki hvort það á að leggja af stað í ferðalag til Íslands þegar það veit ekki hvernig staðan er. Þannig að við erum að fá mikið af fyrirspurnum, sérstaklega frá ferðaskrifstofu og frá gestum beint, af því að það er kannski búið að setja á listann sinn að það sé að koma til Íslands en það er ekki draumur að koma að lokuðum dyrum og fá ekki þjónustuna í leiðinni,“ segir hún og bætir við: „Þetta er mjög erfitt ástand.“ Eva segir að starfsfólk hótelanna sitji nú sveitt að svara fyrirspurnum ferðamanna. Hún segir að dregið hafi verið úr bókunum. „Það er búið að hægja töluvert á sölunni því fólk vill ekki bóka núna á þessum árstíma núna á meðan staðan er svona. Við erum ekki komin það langt að við séum tilbúin að taka afbókanirnar en við erum sveitt að svara fyrirspurnum og fólk er að bíða eftir svörum og bíða eftir niðurstöðu í þessu máli til að ákveða hvort það komi eða ekki,“ segir hún Eva vonast til að deilur aðila vinnumarkaðarins leysist sem fyrst, helst um helgina. „Þetta er mjög erfið staða og vonandi næst að finnast laust á þessu máli yfir helgina. Vonandi sitja allir sveittir við samningaborðið af því að það þýðir náttúrulega ekkert annað en að leysa svona deilu,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Ferðamenn eru óttaslegnir yfir stöðunni vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða á Íslandi. Rekstrarstjóri Miðbæjarhótela segir að fyrirspurnir hrannist inn frá áhyggjufullum ferðamönnum sem vilji svör um stöðun. Starfsfólk sitji nú sveitt við að svara. Eva Silvernail, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Miðbæjarhótelum, segir að fyrirspurnir frá ferðaskrifstofum og ferðamönnum streymi inn á borð hjá fyrirtækinu, margir eigi draum um að koma til Íslands en sá draumur sé ekki sá að koma allstaðar að lokuðum dyrum. „Við finnum fyrir miklum ótta og þessi óvissa er að gera hlutina mjög erfiða. Fólk veit ekki hvort það á að leggja af stað í ferðalag til Íslands þegar það veit ekki hvernig staðan er. Þannig að við erum að fá mikið af fyrirspurnum, sérstaklega frá ferðaskrifstofu og frá gestum beint, af því að það er kannski búið að setja á listann sinn að það sé að koma til Íslands en það er ekki draumur að koma að lokuðum dyrum og fá ekki þjónustuna í leiðinni,“ segir hún og bætir við: „Þetta er mjög erfitt ástand.“ Eva segir að starfsfólk hótelanna sitji nú sveitt að svara fyrirspurnum ferðamanna. Hún segir að dregið hafi verið úr bókunum. „Það er búið að hægja töluvert á sölunni því fólk vill ekki bóka núna á þessum árstíma núna á meðan staðan er svona. Við erum ekki komin það langt að við séum tilbúin að taka afbókanirnar en við erum sveitt að svara fyrirspurnum og fólk er að bíða eftir svörum og bíða eftir niðurstöðu í þessu máli til að ákveða hvort það komi eða ekki,“ segir hún Eva vonast til að deilur aðila vinnumarkaðarins leysist sem fyrst, helst um helgina. „Þetta er mjög erfið staða og vonandi næst að finnast laust á þessu máli yfir helgina. Vonandi sitja allir sveittir við samningaborðið af því að það þýðir náttúrulega ekkert annað en að leysa svona deilu,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira