Max Verstappen á Toro Rosso varð annar á fyrri æfingunni, einungis 0,149 sekúndum á eftir Hamilton. Það er merkilegast fyrir þær sakir að Verstappen hefur aldrei keppt í Mónakó. Ekki einu sinni í öðrum flokkum.
Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull og Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði. Nico Rosberg á Mercedes varð níundi á fyrri æfingunni. Hann lenti í léttu samstuði við einn af varnarveggjum brautarinnar.

Um miðbik æfingarinnar fór að rigna og því gerðist lítið á toppi brautartímana.
Fernando Alonso á McLaren varð áttundi, hann hafði áður sagt að Mónakó myndi færa McLaren fyrstu stig ársins og gefur æfingin ákveðna vísbendingu um það.
Tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn er ein sú allra mikilvægasta á tímabilinu. Bein útending frá henni hefst klukkan 11:50 á laugardaginn á Stöð 2 Sport.
Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag. Einnig á Stöð 2 Sport.