Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2015 17:30 "Mikil verðbólga dregur úr velferð. Brattar launahækkanir leiða því ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.“ Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. Meiri launahækkanir myndu að jafnaði leiða til hærri verðbólgu. Breytingar á tekjuskiptingu milli hópa þurfa þó ekki að hafa slík áhrif, samkvæmt samantekt ráðuneytisins. „Mikil verðbólga dregur úr velferð. Brattar launahækkanir leiða því ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir samantekt um möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál sem unnin er út frá greiningu Seðlabankans á nokkrum sviðsmyndum kjarasamninga. Grunnviðmið samantektarinnar er opinbert tilboð Samtaka atvinnulífsins sem felur í sér 6 prósenta launahækkun á 2. og 3. ársfjórðungi 2015, 4,5 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2016 og 3,0 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2017, til viðbótar 1,5 prósent launaskriði á ári. Í samantektinni kemur fram að þrátt fyrir að launavísitala hafi hækkað um rúm 6 prósent á ári frá 1990 hafi vísitala kaupmáttar launa ekki hækkað nema um 1,3 prósent að meðaltali á ári. Samkvæmt tilboði SA segir ráðuneytið að muni verðbólga hækka vel umfram markmið Seðlabankans. Við slíkar aðstæður yrðu vextir hækkaðir og fjárfesting myndi minnka. „Krónan styrkist í fyrstu en veikist í kjölfarið, atvinnuleysi eykst eða vinnutími styttist og hagvöxtur verður minni en ella. Svigrúm ríkissjóðs til sértækra aðgerða til að liðka fyrir samningum við slíkar aðstæður er lítið.“ Seðlabankinn segir að áhrif tilboðs SA myndu valda því að vextir verði þremur prósentum hærri en ella árið 2015 og nærri fjórum prósentum hærri árið 2016. Virkir stýrivextir gætu því þá verið að minnsta kosti tvöfalt hærri en þeir eru í dag. Það er yfir níu prósent. Ráðuneytið segir að launahækkanir sem samræmist efnahagslegum stöðugleika gæfu ríkissjóði fjárhagslegt svigrúm til þess að koma til móts við þá hópa sem þurfi mest á stuðningi að halda. Þar að auki myndi skapast svigrúm til þess að örva vaxtargetu hagkerfisins. Þá myndu slíkar launahækkanir gefa tilefni til lægri vaxta en ella. Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. Meiri launahækkanir myndu að jafnaði leiða til hærri verðbólgu. Breytingar á tekjuskiptingu milli hópa þurfa þó ekki að hafa slík áhrif, samkvæmt samantekt ráðuneytisins. „Mikil verðbólga dregur úr velferð. Brattar launahækkanir leiða því ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir samantekt um möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál sem unnin er út frá greiningu Seðlabankans á nokkrum sviðsmyndum kjarasamninga. Grunnviðmið samantektarinnar er opinbert tilboð Samtaka atvinnulífsins sem felur í sér 6 prósenta launahækkun á 2. og 3. ársfjórðungi 2015, 4,5 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2016 og 3,0 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2017, til viðbótar 1,5 prósent launaskriði á ári. Í samantektinni kemur fram að þrátt fyrir að launavísitala hafi hækkað um rúm 6 prósent á ári frá 1990 hafi vísitala kaupmáttar launa ekki hækkað nema um 1,3 prósent að meðaltali á ári. Samkvæmt tilboði SA segir ráðuneytið að muni verðbólga hækka vel umfram markmið Seðlabankans. Við slíkar aðstæður yrðu vextir hækkaðir og fjárfesting myndi minnka. „Krónan styrkist í fyrstu en veikist í kjölfarið, atvinnuleysi eykst eða vinnutími styttist og hagvöxtur verður minni en ella. Svigrúm ríkissjóðs til sértækra aðgerða til að liðka fyrir samningum við slíkar aðstæður er lítið.“ Seðlabankinn segir að áhrif tilboðs SA myndu valda því að vextir verði þremur prósentum hærri en ella árið 2015 og nærri fjórum prósentum hærri árið 2016. Virkir stýrivextir gætu því þá verið að minnsta kosti tvöfalt hærri en þeir eru í dag. Það er yfir níu prósent. Ráðuneytið segir að launahækkanir sem samræmist efnahagslegum stöðugleika gæfu ríkissjóði fjárhagslegt svigrúm til þess að koma til móts við þá hópa sem þurfi mest á stuðningi að halda. Þar að auki myndi skapast svigrúm til þess að örva vaxtargetu hagkerfisins. Þá myndu slíkar launahækkanir gefa tilefni til lægri vaxta en ella.
Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira