Hilux hefur ávallt þótt mikill og ódrepandi vinnuþjarkur og varð einna frægastur fyrir það þegar Top Gear menn gerðu heiðarlega tilraun til að eyðileggja einn gamlan slíkan en gátu það hreinlega ekki.
Nýr Hilux er nú ennþá sterkari, stífari, auðveldari í akstri, eyðslugrennri og með íburðarmeiri innréttingu en áður. Hann fær nú nýja 177 hestafla dísilvél með 450 Nm tog. Einnig verður hægt að fá hann með 160 hestafla dísilvél og 164 og 278 hestafla bensínvélum, en ekki er víst að það verði í boði hérlendis.
