Seinni undanúrslit: Lögin kynnt til leiks sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. maí 2015 14:15 Ísland er tólfta á svið í seinni undanúrslitum Eurovision sem fram fara í kvöld. visir/eurovisiontv Ísland er tólfta á svið í seinni undanúrslitum Eurovision sem fram fara í kvöld. Alls etja sautján lönd kappi og komast tíu þeirra áfram. Helmingur atkvæða ræðst í símakosningu en hinn helmingurinn af atkvæðum dómnefndanna. Dómararennslið fór fram í gær og var gærkvöldið því afar mikilvægt fyrir íslenska hópinn.LitháenMonika Linkyte og Vaidas BaumilaThis time Monika og Vaidas tóku bæði þátt í undankeppni Eurovision í sínu heimalandi, með sitt hvort lagið. Þau komust bæði í úrslit en svo fór að Vaidas sigraði í keppninni. Ákvörðun var í kjölfarið tekin um að Vaidas og Monika myndu bæði syngja framlag Litháens, við mikinn fögnuð Litháena. Vaidas hafnaði í þriðja sæti í undankeppninni í fyrra en Monika hefur reynt að komast í keppnina á hverju ári frá árinu 2010. Draumur þeirra rættist loks í ár.Írland Molly SterlingPlaying with numbersMolly er sautján ára tónlistarkona frá Tipperary sýslu sem nú er búsett í Dublin. Ellefu ára kenndi hún sér sjálfri á píanó og hefur síðan þá verið í tónlist. Hún segir fátt gleðja sig eins mikið og sönginn og segist afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í Eurovision. Hún vonast til að keppnin muni opna fyrir sér fleiri dyr. Molly segir frá því í samtali við Eurovision TV að hún elski hunang og að hún eigi fimmtugan asna. Hún flytur lagið Playing with numbers fyrir hönd Írlands, en Írar hafa sjö sinnum unnið keppnina. San MarinoAnita Simoncini & Michele PerniolaChain of lights Anita og Michele eru einungis sextán ára og því yngsti dúett sem tekið hefur þátt í Eurovision. Þau hafa bæði tekið þátt t í yngri útgáfu af Eurovision, eða Junior Eurovision Song Contest. Anita er frá San marino en Michele frá Ítalíu.SvartfjallalandKnezAdio Knez er afar vinsæll tónlistarmaður í Svartfjallalandi og í raun á Balkanskaganum öllum. Hann hefur gefið út tíu plötur og vinnur nú að þeirri elleftu. Hann syngur lagið Adio, sem þýðir bless, á svartfellsku en það er stöðluð mállýska serbó-króatísku og opinbert tungumál Svartfjallalands,MaltaAmberWarrior Þrátt fyrir að Amber sé ekki nema 23 ára hefur hún tekið þátt í undankeppni Eurovision fimm sinnum. Hún hefur þó einu sinni farið út sem bakrödd en það var í Baku árið 2012. Draumur hennar rættist loks í ár og flytur hún lagið Warrior fyrir hönd Möltu. Framlag Georgíu heitir einnig Warrior en það var flutt síðasta þriðjudag og er komið í aðalkeppnina.NoregurMørland & Debrah ScarlettA monster like me Mørland og Debrah kynntust í byrjun nóvember í fyrra. Hann sendi henni smáskilaboð þess efnis að hann væri að vinna að lagi og vildi fá hana til liðs við sig. Hún samþykkti það og úr varð kraftmikið lag sem spáð er góðu gengi í keppninni. Mørland hefur búið í Bretlandi í lengri tíma og Debrah í Sviss bróðurpart ævi sinnar. Myndbandið við lagið þeirra hefur verið heldur umdeilt en þau hyggjast þó ekki færa söguþráðinn yfir á stóra sviðið.PortúgalLeonor AndradeHá Um Mar Que Nos Separa Leonor er 21 árs. Hún byrjaði að læra á píanó fjögurra ára gömul og hóf tónlistarferil sinn af alvöru í The Voice þar komst hún í undanúrslit. Hún keppti í kjölfarið í undankeppni Eurovision og vann. Leonor segir langþráðan draum rætast með þátttöku sinni í Eurovision.TékklandMarta Jandová and Václav Noid BártaHope never dies Marta syngur með hljómsveitinni Die Happy, sem er vel þekkt í Tékklandi og Þýskalandi. Václav er söngvari, lagahöfundur og leikari sem spilar á píanó, flautu, klarinett, gítar, bassa og trommur. Hæfileikaríkur sá.ÍsraelNadav GuedjGolden boy Nadav er ekki nema sextán ára, fæddur í Frakklandi og fluttist síðan til Ísraels. Hann sigraði í hæfileikakeppninni The next star en verðlaunin fyrir það voru að fara í Eurovision. Nadav segir að með laginu sé hann að fagna frelsinu í Tel Aviv. Hann endar lagið á því að segja „Okei, ég verð að hætta, þrjár mínútur. Bæbæ.”LettlandAminataLove injected Aminata er sjónvarpsstjarna í Lettlandi. Hún hefur einu sinni tekið þátt í undankeppninni en sigraði hana í ár. Hún semur sín eigin lög og spilar á flautu en segist alltaf hafa dreymt um að verða söngkona. Aminata segist ekki geta talað við neinn áður en hún fer á svið og lokar sig því vanalega af í lokuðu, myrku rými.AserbaijanElnur HuseynovHour of the wolf Elnur hefur áður tekið þátt í Eurovision, nánar tiltekið árið 2008 með laginu Day after day. Atriðið þótti hið furðulegasta en hafnaði þó í áttunda sæti. Skilaboðin sem hann vill senda með framlagi sínu eru: „Við þurfum að berjast fyrir hamingju okkar. Við eigum það skilið,“ eins og hann orðaði það sjálfur. Ísland María ÓlafsdóttirUnbrokenMaríu Ólafsdóttur þarf vart að kynna en hún er tólfta á svið í kvöld. Hún er 22 ára söng- og leikkona sem hefur látið mikið að sér kveða undanfarin ár. Henni er spáð ágætis gengi af blaðamönnum víða í Evrópu og veðbönkum. Flestir spá því að hún komist upp úr undankeppninni í kvöld. María var í nærmynd í Íslandi í dag í gær en innslagið má sjá hér.Svíþjóð Måns Zelmerlöw Heroes Måns hefur gert þrjár tilraunir til þess að fá að taka þátt í Eurovision en það tókst loks í ár. Hann hefur verið nokkuð á milli tannanna á fólki; lagið hans er talið svipa til annarra laga ásamt ummæla hans um samkynhneigða sem hann hefur beðist afsökunar á. Hann segir lagið fjalla um erfiðleika sem hann gekk í gegnum þegar hann var barn og átti erfitt með að eignast vini. Måns hvetur fólk til að missa ekki vonina. Góðir hlutir gerist hægt. SvissMélanie RenéTime to shine Mélanie segist alla tíð hafa haft ástríðu fyrir söng. Líf hennar hefur meira og minna einkennst af tónlist en báðir foreldrar hennar eru tónlistarmenn. Hún hefur tekið þátt í nokkrum söngvakeppnum, meðal annars í Rúmeníu og Bretlandi. Mélanie segist hafa samið lagið eftir að hafa fundið fyrir ákveðinni frelsistilfinningu í sínu lífi. Henni fannst hún loks fullorðin og stefna eitthvert í lífinu. „Það er þessi frelsistilfinning sem ég vildi koma á framfæri í laginu mínum,“ sagði Mélanie. KýpurJohn KarayiannisOne Thing I Should Have Done John er tvítugur og segist hafa sungið allt frá sex ára aldri. Hann er frá Limassol í Kýpur en hyggst flytja til Bretlands eftir Eurovision-keppnina, þar sem hann mun taka upp sína fyrstu plötu. John segir Eurovision bestu söngvakeppni í heimi og er þakklátur fyrir að hafa fá að taka þátt. Hann segist eiga tíu gleraugnapör, ef svo óheppilega færi að hann myndi týna einhverju þeirra. Þá spilar hann mikið tölvuleiki, en hans uppáhalds leikur er World of Warcraft.SlóveníaMaraaya Here for you Það er slóvenska dúóið Maraaya sem syngur lagið Here for you. Lagið þeirra hefur vakið athygli og er spáð góð gengi, en þau hafa einnig vakið athygli fyrir það eitt að nota alltaf heyrnartól þegar þau syngja. Þau segja heyrnartólin til þess fallin að forðast óþarfa ónæði og truflun ásamt því að þau láti þeim líða eins og þau séu í upptökuveri.PóllandMonika KuszyńskaIn The Name Of Love Söngferill Moniku hófst árið 2001. Hún lenti í alvarlegu bílslysi árið 2006 og lamaðist fyrir neðan mitti. Hún tók sér þá hlé í fjögur ár. Hún lætur það þó ekki hamla sér og segir að allir eigi að láta drauma sína rætast. Eurovision Eurovísir Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
Ísland er tólfta á svið í seinni undanúrslitum Eurovision sem fram fara í kvöld. Alls etja sautján lönd kappi og komast tíu þeirra áfram. Helmingur atkvæða ræðst í símakosningu en hinn helmingurinn af atkvæðum dómnefndanna. Dómararennslið fór fram í gær og var gærkvöldið því afar mikilvægt fyrir íslenska hópinn.LitháenMonika Linkyte og Vaidas BaumilaThis time Monika og Vaidas tóku bæði þátt í undankeppni Eurovision í sínu heimalandi, með sitt hvort lagið. Þau komust bæði í úrslit en svo fór að Vaidas sigraði í keppninni. Ákvörðun var í kjölfarið tekin um að Vaidas og Monika myndu bæði syngja framlag Litháens, við mikinn fögnuð Litháena. Vaidas hafnaði í þriðja sæti í undankeppninni í fyrra en Monika hefur reynt að komast í keppnina á hverju ári frá árinu 2010. Draumur þeirra rættist loks í ár.Írland Molly SterlingPlaying with numbersMolly er sautján ára tónlistarkona frá Tipperary sýslu sem nú er búsett í Dublin. Ellefu ára kenndi hún sér sjálfri á píanó og hefur síðan þá verið í tónlist. Hún segir fátt gleðja sig eins mikið og sönginn og segist afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í Eurovision. Hún vonast til að keppnin muni opna fyrir sér fleiri dyr. Molly segir frá því í samtali við Eurovision TV að hún elski hunang og að hún eigi fimmtugan asna. Hún flytur lagið Playing with numbers fyrir hönd Írlands, en Írar hafa sjö sinnum unnið keppnina. San MarinoAnita Simoncini & Michele PerniolaChain of lights Anita og Michele eru einungis sextán ára og því yngsti dúett sem tekið hefur þátt í Eurovision. Þau hafa bæði tekið þátt t í yngri útgáfu af Eurovision, eða Junior Eurovision Song Contest. Anita er frá San marino en Michele frá Ítalíu.SvartfjallalandKnezAdio Knez er afar vinsæll tónlistarmaður í Svartfjallalandi og í raun á Balkanskaganum öllum. Hann hefur gefið út tíu plötur og vinnur nú að þeirri elleftu. Hann syngur lagið Adio, sem þýðir bless, á svartfellsku en það er stöðluð mállýska serbó-króatísku og opinbert tungumál Svartfjallalands,MaltaAmberWarrior Þrátt fyrir að Amber sé ekki nema 23 ára hefur hún tekið þátt í undankeppni Eurovision fimm sinnum. Hún hefur þó einu sinni farið út sem bakrödd en það var í Baku árið 2012. Draumur hennar rættist loks í ár og flytur hún lagið Warrior fyrir hönd Möltu. Framlag Georgíu heitir einnig Warrior en það var flutt síðasta þriðjudag og er komið í aðalkeppnina.NoregurMørland & Debrah ScarlettA monster like me Mørland og Debrah kynntust í byrjun nóvember í fyrra. Hann sendi henni smáskilaboð þess efnis að hann væri að vinna að lagi og vildi fá hana til liðs við sig. Hún samþykkti það og úr varð kraftmikið lag sem spáð er góðu gengi í keppninni. Mørland hefur búið í Bretlandi í lengri tíma og Debrah í Sviss bróðurpart ævi sinnar. Myndbandið við lagið þeirra hefur verið heldur umdeilt en þau hyggjast þó ekki færa söguþráðinn yfir á stóra sviðið.PortúgalLeonor AndradeHá Um Mar Que Nos Separa Leonor er 21 árs. Hún byrjaði að læra á píanó fjögurra ára gömul og hóf tónlistarferil sinn af alvöru í The Voice þar komst hún í undanúrslit. Hún keppti í kjölfarið í undankeppni Eurovision og vann. Leonor segir langþráðan draum rætast með þátttöku sinni í Eurovision.TékklandMarta Jandová and Václav Noid BártaHope never dies Marta syngur með hljómsveitinni Die Happy, sem er vel þekkt í Tékklandi og Þýskalandi. Václav er söngvari, lagahöfundur og leikari sem spilar á píanó, flautu, klarinett, gítar, bassa og trommur. Hæfileikaríkur sá.ÍsraelNadav GuedjGolden boy Nadav er ekki nema sextán ára, fæddur í Frakklandi og fluttist síðan til Ísraels. Hann sigraði í hæfileikakeppninni The next star en verðlaunin fyrir það voru að fara í Eurovision. Nadav segir að með laginu sé hann að fagna frelsinu í Tel Aviv. Hann endar lagið á því að segja „Okei, ég verð að hætta, þrjár mínútur. Bæbæ.”LettlandAminataLove injected Aminata er sjónvarpsstjarna í Lettlandi. Hún hefur einu sinni tekið þátt í undankeppninni en sigraði hana í ár. Hún semur sín eigin lög og spilar á flautu en segist alltaf hafa dreymt um að verða söngkona. Aminata segist ekki geta talað við neinn áður en hún fer á svið og lokar sig því vanalega af í lokuðu, myrku rými.AserbaijanElnur HuseynovHour of the wolf Elnur hefur áður tekið þátt í Eurovision, nánar tiltekið árið 2008 með laginu Day after day. Atriðið þótti hið furðulegasta en hafnaði þó í áttunda sæti. Skilaboðin sem hann vill senda með framlagi sínu eru: „Við þurfum að berjast fyrir hamingju okkar. Við eigum það skilið,“ eins og hann orðaði það sjálfur. Ísland María ÓlafsdóttirUnbrokenMaríu Ólafsdóttur þarf vart að kynna en hún er tólfta á svið í kvöld. Hún er 22 ára söng- og leikkona sem hefur látið mikið að sér kveða undanfarin ár. Henni er spáð ágætis gengi af blaðamönnum víða í Evrópu og veðbönkum. Flestir spá því að hún komist upp úr undankeppninni í kvöld. María var í nærmynd í Íslandi í dag í gær en innslagið má sjá hér.Svíþjóð Måns Zelmerlöw Heroes Måns hefur gert þrjár tilraunir til þess að fá að taka þátt í Eurovision en það tókst loks í ár. Hann hefur verið nokkuð á milli tannanna á fólki; lagið hans er talið svipa til annarra laga ásamt ummæla hans um samkynhneigða sem hann hefur beðist afsökunar á. Hann segir lagið fjalla um erfiðleika sem hann gekk í gegnum þegar hann var barn og átti erfitt með að eignast vini. Måns hvetur fólk til að missa ekki vonina. Góðir hlutir gerist hægt. SvissMélanie RenéTime to shine Mélanie segist alla tíð hafa haft ástríðu fyrir söng. Líf hennar hefur meira og minna einkennst af tónlist en báðir foreldrar hennar eru tónlistarmenn. Hún hefur tekið þátt í nokkrum söngvakeppnum, meðal annars í Rúmeníu og Bretlandi. Mélanie segist hafa samið lagið eftir að hafa fundið fyrir ákveðinni frelsistilfinningu í sínu lífi. Henni fannst hún loks fullorðin og stefna eitthvert í lífinu. „Það er þessi frelsistilfinning sem ég vildi koma á framfæri í laginu mínum,“ sagði Mélanie. KýpurJohn KarayiannisOne Thing I Should Have Done John er tvítugur og segist hafa sungið allt frá sex ára aldri. Hann er frá Limassol í Kýpur en hyggst flytja til Bretlands eftir Eurovision-keppnina, þar sem hann mun taka upp sína fyrstu plötu. John segir Eurovision bestu söngvakeppni í heimi og er þakklátur fyrir að hafa fá að taka þátt. Hann segist eiga tíu gleraugnapör, ef svo óheppilega færi að hann myndi týna einhverju þeirra. Þá spilar hann mikið tölvuleiki, en hans uppáhalds leikur er World of Warcraft.SlóveníaMaraaya Here for you Það er slóvenska dúóið Maraaya sem syngur lagið Here for you. Lagið þeirra hefur vakið athygli og er spáð góð gengi, en þau hafa einnig vakið athygli fyrir það eitt að nota alltaf heyrnartól þegar þau syngja. Þau segja heyrnartólin til þess fallin að forðast óþarfa ónæði og truflun ásamt því að þau láti þeim líða eins og þau séu í upptökuveri.PóllandMonika KuszyńskaIn The Name Of Love Söngferill Moniku hófst árið 2001. Hún lenti í alvarlegu bílslysi árið 2006 og lamaðist fyrir neðan mitti. Hún tók sér þá hlé í fjögur ár. Hún lætur það þó ekki hamla sér og segir að allir eigi að láta drauma sína rætast.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira