Seðlabankinn að skoða undanþágu fyrir lífeyrissjóðina Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. maí 2015 12:22 Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir viðræður við Seðlabanka Íslands hafa staðið yfir í mjög langan tíma. Vísir/Pjetur Seðlabanki Íslands hefur til skoðunar að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta erlendis. Sjóðirnir hafa ekki haft heimild til þess síðan að gjaldeyrishöft voru sett á hér á landi árið 2008. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri landssamtaka lífeyrissjóða, segir að viðræður hafi staðið lengi yfir við seðlabankanna um að veita þessa heimild en sjóðirnir hafa undanfarin ár eingöngu haft tækifæri til að fjárfesta innanlands. „Viðræður hafa staðið yfir í mjög langan tíma og það er sökum þess að lífeyrissjóðirnir hafa verulegar áhyggjur af því að geta ekki dreift áhættunni og vera eingöngu með tækifæri til að fjárfesta innanlands,“ segir hún. „Því höfum við reynt að vita hver staðan er og nú virðist sem Seðlabankinn sé að vinna í því að lífeyrissjóðunum sé veitt leyfi fyrir einhverjum fjárfestingum erlendis og slíkt gæti komið til framkvæmda á seinni hluta þessa árs,“ segir hún. Þórey segir ekki ljóst hvaða upphæðir til umræðu eru að heimila sjóðunum að fjárfesta fyrir. Eftir viðræðurnar, meðal annars við seðlabankastjóra, sé hins vegar tilefni til bjartsýni. Í tilkynningu sem landssamtökin birtu í gær segir að heimild til fjárfestinga erlendis væri til þess fallin að draga úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóða þegar kemur að losun hafta. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu staðfestir seðlabankinn að til skoðunar sé hjá bankanum að veita lífeyrissjóðunum heimild til erlendra fjárfestinga. Gjaldeyrishöft Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur til skoðunar að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta erlendis. Sjóðirnir hafa ekki haft heimild til þess síðan að gjaldeyrishöft voru sett á hér á landi árið 2008. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri landssamtaka lífeyrissjóða, segir að viðræður hafi staðið lengi yfir við seðlabankanna um að veita þessa heimild en sjóðirnir hafa undanfarin ár eingöngu haft tækifæri til að fjárfesta innanlands. „Viðræður hafa staðið yfir í mjög langan tíma og það er sökum þess að lífeyrissjóðirnir hafa verulegar áhyggjur af því að geta ekki dreift áhættunni og vera eingöngu með tækifæri til að fjárfesta innanlands,“ segir hún. „Því höfum við reynt að vita hver staðan er og nú virðist sem Seðlabankinn sé að vinna í því að lífeyrissjóðunum sé veitt leyfi fyrir einhverjum fjárfestingum erlendis og slíkt gæti komið til framkvæmda á seinni hluta þessa árs,“ segir hún. Þórey segir ekki ljóst hvaða upphæðir til umræðu eru að heimila sjóðunum að fjárfesta fyrir. Eftir viðræðurnar, meðal annars við seðlabankastjóra, sé hins vegar tilefni til bjartsýni. Í tilkynningu sem landssamtökin birtu í gær segir að heimild til fjárfestinga erlendis væri til þess fallin að draga úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóða þegar kemur að losun hafta. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu staðfestir seðlabankinn að til skoðunar sé hjá bankanum að veita lífeyrissjóðunum heimild til erlendra fjárfestinga.
Gjaldeyrishöft Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira