Rúrik Gíslason var hetja FCK í danska fótboltanum í kvöld.
Hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri liðsins á AaB. Markið kom á 26. mínútu.
FCK er eftir sem áður í öðru sæti deildarinnar og langt á eftir toppliði Midtjylland.
Björn Bergmann Sigurðarson var einnig í byrjunarliði FCK. Hann lék allan leikinn en Rúrik fór af velli fimm mínútum fyrir leikslok.
Rúrik skoraði sigurmark FCK
