Hornamaðurinn Vignir Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals.
Vignir, sem verður 25 ára í næsta mánuði, skoraði 56 mörk í 26 deildarleikjum með Val í vetur.
Valsmenn urðu deildarmeistarar en féllu úr leik fyrir Haukum í undanúrslitum Olís-deildarinnar.
Vignir kom til Vals árið 2012 en hann er einn fjölmargra leikmanna liðsins sem hafa framlengt samning sinn við félagið að undanförnu.
Vignir framlengir við Val
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






„Við erum ekki á góðum stað“
Íslenski boltinn



Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn
