Sú sérkennilega staða gæti komið upp að fjarlægja þurfi tónlist Beynocé af streymisþjónustunni Tidal sem er meðal annars í eigi hennar sjálfrar og eiginmanns síns, Jay Z. Tidal hefur ekki náð samningum við Sony, sem gefur út tónlist Beyoncé.
Sjá einnig: Jay Z ætlar að steypa Spotify af stóli
Náist samningar ekki eru líkur á að Sony fari fram á að tónlist stjörnunnar verði fjarlægð af Tidal. Fyrirtækið hefur farið fram með svipaða kröfu á hendur Soundcloud, eftir að ekki tókst að semja um greiðslur fyrir streymið.
Bloomberg greinir frá því að Tidal hafi áður gert sambærilega samninga við útgáfurisana Universal og Warner en félagið á í lausafjárvanda eftir að fjárfestingasamningur við símafélagið Sprint gekk ekki upp. Er því útlit fyrir að erfiðlega gangi að semja um greiðslur sem Tidal ræður við og Sony samþykkir.
Sjá einnig: Samanburður á Tidal og Spotify
Forsvarsmenn Tidal fullyrða að 900 þúsund áskrifendur séu að þjónustu fyrirtækisins en háværar efasemdaraddir eru uppi um að sú tala endurspegli í raun þann fjölda sem greiðir fyrir þjónustuna; boðið var upp á fríáskrift til að kynna þjónustuna sem senn fer að renna út.
Sony á einnig streymisréttinn að tónlist Daft Punk, Alicia Keys og Usher, sem eru meðal listamanna sem bjóða tónlist sína í gegnum Tidal.
Beyoncé gæti horfið af Tidal

Tengdar fréttir

Tidal er nú aðgengileg á Íslandi
Tónlistarveita Jay-Z stendur Íslendingum nú til boða.

Samanburður á tónlistarveitunum Tidal og Spotify
Alls er óvíst hvort fólk sé tilbúið að greiða fyrir þjónustu sem er ókeypis hjá öðrum tónlistarveitum.

Jay Z ætlar að steypa Spotify af stóli
Gæti orðið upphafið að miklu veldi rapparans.