Hætta á að leikur Íslands og Tékklands verði ekki í beinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2015 14:08 Þarf þjóðin að bíða í klukkustund eftir leik til að sjá strákana okkar á föstudagskvöldið? vísir/daníel Svo gæti farið að þeir 9.700 sem eru svo heppnir að vera með miða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið verði þeir einu sem sjá leikinn beint. Hætta er á að leikurinn verði ekki sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu þar sem tæknimenn RÚV, sem eru flestir hverjir meðlimir Rafiðnarsambandsins, eru á leið í verkfall. Verkfall RSÍ á að hefjast á miðnætti aðfaranótt miðvikudags og standa í sex daga.Strákarnir eiga mikilvægan leik fyrir höndum gegn Tékkum.vísir/gettyÞrír fjórðu vilja fara í verkfall Lítið gengur í samningaviðræðum RSÍ og Samtaka Atvinnulífsins, SA, en samninganefnd félaganna ræddi málin um helgina. „Það er skemmst frá því að segja að samninganefnd RSÍ telur þá uppstillingu sem SA bauð iðnaðarmönnum ekki duga til þess að ná saman um hana þannig að menn treysti sér til þess að leggja slíkan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna,“ segir í frétt á vef RSÍ og bætt er við: „74% félagsmanna RSÍ sem taka laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ-SA/SART vilja beita aðgerðum til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings í anda þeirra krafna. Það er ljóst að mikil ábyrgð liggur á SA að ræða við samninganefnd RSÍ til þess að koma í veg fyrir að til verkfalls þurfi að koma.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VÍSIR/stefánKSÍ beðið RSÍ um undanþágu Fari RSÍ í verkfall mun RÚV ekki senda út leikinn nema undanþága verði veitt. KSÍ hefur beðið 365 Miðla um að taka upp leikinn fari allt á versta veg, en 365 má ekki sýna hann beint samkvæmt samningum. Leikurinn yrði sýndur einni klukkustund eftir að flautað er af í Laugardalnum. „Við höfum áhyggjur af þessu og vonum auðvitað að málið leysist,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi. Hann segir knattspyrnusambandið hafa sent RSÍ bréf með beiðni um undanþágu fyrir starfsmenn RÚV á föstudagskvöldið svo leikurinn verði sýndur beint. „Það verður náttúrlega grátlegt fyrir alla Íslendinga að sjá ekki leikinn og auðvitað fleiri út um allan heim sem eru spenntir fyrir þessum leik. Ég vona svo sannarlega að RSÍ veiti undanþágu verði af verkfallinu,“ segir Geir Þorsteinsson.Þjóðin gæti orðið af tveimur landsleikjum karla í handbolta og einum hjá stelpunum.vísir/eva björkÞrír handboltaleikir ekki í beinni Það er ekki bara karlalandsliðið í fótbolta sem verður ekki í beinni ef af verkfallinu verður heldur þrír landsleikir í handbolta hjá bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á miðvikudaginn keppa strákarnir okkar við Ísrael ytra í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í Póllandi. Sá leikur verður ekki sýndur beint nema RSÍ veiti RÚV undanþágu til útsendingar og sama gildir um tvíhöfðann í Höllinni á laugardaginn þar sem strákarnir og stelpurnar mæta Svartfjallalandi. „Við erum búin að senda undanþágulista og verið er að bíða eftir viðbrögðum,“ segir Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV, við Vísi. „Ég vona bara að þetta leysist því áhuginn á landsliðunum hefur sýnt að býsna margir verða af komi til verkfalls. Fólk langar að sjá þessa leiki.“ „Við þurfum að framleiða þennan Tékkaleik fyrir Evrópu líka, ekki bara Ísland. Útsendingin fer til allra þeirra þjóða sem hafa keypt réttinn,“ segir Einar Örn Jónsson. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Svo gæti farið að þeir 9.700 sem eru svo heppnir að vera með miða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið verði þeir einu sem sjá leikinn beint. Hætta er á að leikurinn verði ekki sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu þar sem tæknimenn RÚV, sem eru flestir hverjir meðlimir Rafiðnarsambandsins, eru á leið í verkfall. Verkfall RSÍ á að hefjast á miðnætti aðfaranótt miðvikudags og standa í sex daga.Strákarnir eiga mikilvægan leik fyrir höndum gegn Tékkum.vísir/gettyÞrír fjórðu vilja fara í verkfall Lítið gengur í samningaviðræðum RSÍ og Samtaka Atvinnulífsins, SA, en samninganefnd félaganna ræddi málin um helgina. „Það er skemmst frá því að segja að samninganefnd RSÍ telur þá uppstillingu sem SA bauð iðnaðarmönnum ekki duga til þess að ná saman um hana þannig að menn treysti sér til þess að leggja slíkan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna,“ segir í frétt á vef RSÍ og bætt er við: „74% félagsmanna RSÍ sem taka laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ-SA/SART vilja beita aðgerðum til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings í anda þeirra krafna. Það er ljóst að mikil ábyrgð liggur á SA að ræða við samninganefnd RSÍ til þess að koma í veg fyrir að til verkfalls þurfi að koma.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VÍSIR/stefánKSÍ beðið RSÍ um undanþágu Fari RSÍ í verkfall mun RÚV ekki senda út leikinn nema undanþága verði veitt. KSÍ hefur beðið 365 Miðla um að taka upp leikinn fari allt á versta veg, en 365 má ekki sýna hann beint samkvæmt samningum. Leikurinn yrði sýndur einni klukkustund eftir að flautað er af í Laugardalnum. „Við höfum áhyggjur af þessu og vonum auðvitað að málið leysist,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi. Hann segir knattspyrnusambandið hafa sent RSÍ bréf með beiðni um undanþágu fyrir starfsmenn RÚV á föstudagskvöldið svo leikurinn verði sýndur beint. „Það verður náttúrlega grátlegt fyrir alla Íslendinga að sjá ekki leikinn og auðvitað fleiri út um allan heim sem eru spenntir fyrir þessum leik. Ég vona svo sannarlega að RSÍ veiti undanþágu verði af verkfallinu,“ segir Geir Þorsteinsson.Þjóðin gæti orðið af tveimur landsleikjum karla í handbolta og einum hjá stelpunum.vísir/eva björkÞrír handboltaleikir ekki í beinni Það er ekki bara karlalandsliðið í fótbolta sem verður ekki í beinni ef af verkfallinu verður heldur þrír landsleikir í handbolta hjá bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á miðvikudaginn keppa strákarnir okkar við Ísrael ytra í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í Póllandi. Sá leikur verður ekki sýndur beint nema RSÍ veiti RÚV undanþágu til útsendingar og sama gildir um tvíhöfðann í Höllinni á laugardaginn þar sem strákarnir og stelpurnar mæta Svartfjallalandi. „Við erum búin að senda undanþágulista og verið er að bíða eftir viðbrögðum,“ segir Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV, við Vísi. „Ég vona bara að þetta leysist því áhuginn á landsliðunum hefur sýnt að býsna margir verða af komi til verkfalls. Fólk langar að sjá þessa leiki.“ „Við þurfum að framleiða þennan Tékkaleik fyrir Evrópu líka, ekki bara Ísland. Útsendingin fer til allra þeirra þjóða sem hafa keypt réttinn,“ segir Einar Örn Jónsson.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn