Bakarí, veitingastaðir og mötuneyti loka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. júní 2015 18:41 Verkfall þriggja félaga iðnaðarmanna hefst eftir rúma tvo sólahringa. Náist ekki að semja munu veitingastaðir, mötuneyti og kjötvinnslur loka auk þess sem flugsamgöngur og fjarskiptaþjónusta gæti farið úr skorðum. Samtök atvinnulífsins slitu í gær kjaraviðræðum við þrjú félög iðnaðarmanna, Matvæla- og veitingafélag Íslands, Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra og málmtæknimanna. Félögin hafa boðað sex sólahringja verkfall um sex þúsund félagsmanna sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og veitingafélagi Íslands kæmi verkfall félagsmanna til með að hafa umtalsverð áhrif. Þannig myndi langstærstur hluti allra veitingastaða loka. Einnig myndu flestöll einkarekin mötuneyti loka og allar kjötvinnslur, sem gæti leitt til kjötskorts á fáeinum dögum eða vikum. Þá kæmu flestöll bakarí einnig til með að loka. Verkfall félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins kæmi til með að hafa áhrif á ýmis tækniþjónustu- og framleiðslufyrirtæki. Einnig gæti verkfallið haft áhrif á flugsamgöngur og farsímaþjónusta gæti farið úr skorðum. Þá koma sjónvarps- og útvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins til með að falla niður, en undanþágur verða þó veittar fyrir ýmis konar öryggisþáttum. Hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna fengust þær upplýsingar að verkfallið gæti haft víðtæk áhrif á atvinnulíf um allt land. Þannig gæti þurft að loka vélsmiðjum og ýmsum framleiðslufyrirtækjum. Þá myndi ýmis þjónusta við til dæmis álver og farmskip falla niður. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni en formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir iðnaðarmenn tilbúna til viðræðna hvenær sem er. „Það þýðir ekkert fyrir SA (Samtök atvinnulífsins, innsk. blm.) að ætla sér bara að fara í einhverja fýlu og segja bara, „þeir sem ætla ekki bara að fara eftir þessari einu línu sem við erum búin að ákveða, að það verði ekkert rætt við þá,“ það er bara ekki þannig. Þeir verða að axla þá ábyrgð að bera virðingu fyrir því að það erum við sem erum með samningsumboðið fyrir okkar umbjóðendur og þeir verða bara að mæta okkur á þeim forsendum,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Verkfall 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Verkfall þriggja félaga iðnaðarmanna hefst eftir rúma tvo sólahringa. Náist ekki að semja munu veitingastaðir, mötuneyti og kjötvinnslur loka auk þess sem flugsamgöngur og fjarskiptaþjónusta gæti farið úr skorðum. Samtök atvinnulífsins slitu í gær kjaraviðræðum við þrjú félög iðnaðarmanna, Matvæla- og veitingafélag Íslands, Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra og málmtæknimanna. Félögin hafa boðað sex sólahringja verkfall um sex þúsund félagsmanna sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og veitingafélagi Íslands kæmi verkfall félagsmanna til með að hafa umtalsverð áhrif. Þannig myndi langstærstur hluti allra veitingastaða loka. Einnig myndu flestöll einkarekin mötuneyti loka og allar kjötvinnslur, sem gæti leitt til kjötskorts á fáeinum dögum eða vikum. Þá kæmu flestöll bakarí einnig til með að loka. Verkfall félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins kæmi til með að hafa áhrif á ýmis tækniþjónustu- og framleiðslufyrirtæki. Einnig gæti verkfallið haft áhrif á flugsamgöngur og farsímaþjónusta gæti farið úr skorðum. Þá koma sjónvarps- og útvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins til með að falla niður, en undanþágur verða þó veittar fyrir ýmis konar öryggisþáttum. Hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna fengust þær upplýsingar að verkfallið gæti haft víðtæk áhrif á atvinnulíf um allt land. Þannig gæti þurft að loka vélsmiðjum og ýmsum framleiðslufyrirtækjum. Þá myndi ýmis þjónusta við til dæmis álver og farmskip falla niður. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni en formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir iðnaðarmenn tilbúna til viðræðna hvenær sem er. „Það þýðir ekkert fyrir SA (Samtök atvinnulífsins, innsk. blm.) að ætla sér bara að fara í einhverja fýlu og segja bara, „þeir sem ætla ekki bara að fara eftir þessari einu línu sem við erum búin að ákveða, að það verði ekkert rætt við þá,“ það er bara ekki þannig. Þeir verða að axla þá ábyrgð að bera virðingu fyrir því að það erum við sem erum með samningsumboðið fyrir okkar umbjóðendur og þeir verða bara að mæta okkur á þeim forsendum,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Verkfall 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira