Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júní 2015 12:30 Guðbjörg Ríkey stóð einnig fyrir Frelsum geirvörtuna viðburði í Laugardalslauginni í vetur. Vísir/Aðsend/Vilhelm Átta ungar konur hafa boðað til áframhaldandi brjóstabyltingar á Austurvelli um næstu helgi. Forsvarskona verkefnisins segir brjóstabyltinguna á Twitter hafa verið lítið skref í að breyta venjum samfélagsins á þá vegu að framvegis verði alvanalegt að konur séu berbrjósta. Yfir 1100 manns hafa boðað komu sína. „Nú er bara að stíga þetta skrefinu lengra og breyta þessu í alvöru,“ segir Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir en hún skipuleggur viðburðinn ásamt sjö öðrum konum. Þær fengu styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að prenta hönnun listamannsins Sunnu Ben á boli sem seldir verða á viðburðinum og til að halda tónleika. Auk Guðbjargar standa fyrir viðburðinum þær Stefanía Pálsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Sóley Sigurjónsdóttir, Hildur Harðardóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Azra Crnac og Karen Björk Eyþórsdóttir.Einfalt mál „Við Stefanía vorum að ræða um þetta í vetur, að okkur langaði að gera eitthvað svona,“ segir Guðbjörg en þær stöllur furðuðu sig á því að karlmenn mættu ganga berir að ofan en konur þyrftu að hylja líkama sína. „Svo þegar byltingin byrjaði á Twitter þá ákváðum við að drífa í þessu. Breyta samfélaginu í alvörunni. Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ Hún nefnir sólardaga. Þá vilji konur alveg eins og karlar sóla líkama sinn. Hún nefnir einnig brjóstagjöf kvenna. „Það ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál að konur gefi á brjóst á almannafæri. Þetta er það fyrsta sem við öll gerum þegar við komum í heiminn en samt er það eitthvað tabú.“ Byltingin miðar einnig að því að útrýma hefndarklámi með því að afklámvæða brjóst og taka valdið þar með úr höndum gerenda. „Hrelliklám er notað til að niðurlægja og niðurlægingin er það sem gefur þessu eitthvað kikk. Free the nipple hreyfingin er vopn margra þeirra kvenna að segja: „Hér er ég, þú getur ekki notað líkama minn gegn mér.““Þessir bolir verða til sölu á Austurvelli næstu helgi en Sunna Ben hannaði þá.Vísir/AðsendAbsúrd að fimm ára börn séu sett í bikiní Viðburðurinn er innlegg inn í kvenréttindabaráttuna „Kvenréttindabarátta er mikilvæg á öllum vígstöðum. Það eru bara hundrað ár síðan konur fengu að kjósa, enn ríkir launamisrétti og kvenfyrirlitning finnst allstaðar. Það er mikilvægt að breyta þessu.“ Hún lítur á rétt kvenna til þess að ganga um berbrjósta sem frelsismál. „Það er líka fáránlegt þegar maður pælir í því að þegar litlar stelpur eru að fara í sund þá eru þær settar í bikiní, þó að þær séu bara fimm ára, það þarf samt að hylja þær. Þetta snýst greinilega ekkert um brjóstin heldur snýst þetta um að þetta eru konur. Þetta er svo absúrd.“ Margt breyttist eftir #freethenipple byltinguna á Twitter að sögn Guðbjargar. Hún nefnir viðburð sem hún og vinkonur hennar stóðu fyrir í Laugardalslauginni sömu helgi og byltingin átti sér stað. Áttu konur að mæta berar að ofan og taka byltinguna víðar en innan veggja internetheima. „Það mættu rosalega margar stelpur,“ segir Guðbjörg. „Viðbrögðin voru þannig að fyrst voru allir rosalega hissa en svo varð öllum alveg sama. Þetta venst bara og verður alveg venjulegt.“ Viðburðurinn á Austurvelli kallast Frelsum geirvörtuna - Berbrystingar sameinumst og hefst klukkan 13.00. #FreeTheNipple Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Átta ungar konur hafa boðað til áframhaldandi brjóstabyltingar á Austurvelli um næstu helgi. Forsvarskona verkefnisins segir brjóstabyltinguna á Twitter hafa verið lítið skref í að breyta venjum samfélagsins á þá vegu að framvegis verði alvanalegt að konur séu berbrjósta. Yfir 1100 manns hafa boðað komu sína. „Nú er bara að stíga þetta skrefinu lengra og breyta þessu í alvöru,“ segir Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir en hún skipuleggur viðburðinn ásamt sjö öðrum konum. Þær fengu styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að prenta hönnun listamannsins Sunnu Ben á boli sem seldir verða á viðburðinum og til að halda tónleika. Auk Guðbjargar standa fyrir viðburðinum þær Stefanía Pálsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Sóley Sigurjónsdóttir, Hildur Harðardóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Azra Crnac og Karen Björk Eyþórsdóttir.Einfalt mál „Við Stefanía vorum að ræða um þetta í vetur, að okkur langaði að gera eitthvað svona,“ segir Guðbjörg en þær stöllur furðuðu sig á því að karlmenn mættu ganga berir að ofan en konur þyrftu að hylja líkama sína. „Svo þegar byltingin byrjaði á Twitter þá ákváðum við að drífa í þessu. Breyta samfélaginu í alvörunni. Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ Hún nefnir sólardaga. Þá vilji konur alveg eins og karlar sóla líkama sinn. Hún nefnir einnig brjóstagjöf kvenna. „Það ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál að konur gefi á brjóst á almannafæri. Þetta er það fyrsta sem við öll gerum þegar við komum í heiminn en samt er það eitthvað tabú.“ Byltingin miðar einnig að því að útrýma hefndarklámi með því að afklámvæða brjóst og taka valdið þar með úr höndum gerenda. „Hrelliklám er notað til að niðurlægja og niðurlægingin er það sem gefur þessu eitthvað kikk. Free the nipple hreyfingin er vopn margra þeirra kvenna að segja: „Hér er ég, þú getur ekki notað líkama minn gegn mér.““Þessir bolir verða til sölu á Austurvelli næstu helgi en Sunna Ben hannaði þá.Vísir/AðsendAbsúrd að fimm ára börn séu sett í bikiní Viðburðurinn er innlegg inn í kvenréttindabaráttuna „Kvenréttindabarátta er mikilvæg á öllum vígstöðum. Það eru bara hundrað ár síðan konur fengu að kjósa, enn ríkir launamisrétti og kvenfyrirlitning finnst allstaðar. Það er mikilvægt að breyta þessu.“ Hún lítur á rétt kvenna til þess að ganga um berbrjósta sem frelsismál. „Það er líka fáránlegt þegar maður pælir í því að þegar litlar stelpur eru að fara í sund þá eru þær settar í bikiní, þó að þær séu bara fimm ára, það þarf samt að hylja þær. Þetta snýst greinilega ekkert um brjóstin heldur snýst þetta um að þetta eru konur. Þetta er svo absúrd.“ Margt breyttist eftir #freethenipple byltinguna á Twitter að sögn Guðbjargar. Hún nefnir viðburð sem hún og vinkonur hennar stóðu fyrir í Laugardalslauginni sömu helgi og byltingin átti sér stað. Áttu konur að mæta berar að ofan og taka byltinguna víðar en innan veggja internetheima. „Það mættu rosalega margar stelpur,“ segir Guðbjörg. „Viðbrögðin voru þannig að fyrst voru allir rosalega hissa en svo varð öllum alveg sama. Þetta venst bara og verður alveg venjulegt.“ Viðburðurinn á Austurvelli kallast Frelsum geirvörtuna - Berbrystingar sameinumst og hefst klukkan 13.00.
#FreeTheNipple Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira