Velgengni Hrúta heldur áfram: Dómnefndarverðlaun og áhorfendaverðlaun í Rúmeníu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2015 21:21 Grímar Jónsson er framleiðandi myndarinnar og Grímur Hákonarson leikstýrir henni. Mynd/Vísir Kvikmyndin Hrútar vann til tveggja verðlauna á TIFF eða Transilvania International Film Festival í kvöld. Kvikmyndin var eina myndin sem vann til verðlauna í tveimur flokkum. Hrútar hlaut sérstök dómnefndarverðlaun og einnig áheyrendaverðlaunin. Velgengni Hrúta heldur því áfram en myndin hlaut nýlega verðlaun í Cannes. Sigurvegari dómnefndarverðlaunanna fær í verðlaun 1500 evrur sem eru 220 þúsund íslenskar krónur. Hátíðin sem kennd er við Transylvaníu er yfirleitt haldin í borginni Cluj í Rúmeníu og er á vegum kvikmyndamiðstöðvarinnar þar í landi en TIFF er fyrsta alþjóðlega kvikmyndahátíðin í landinu. „Já þetta var tvöfaldur sigur. Við fengum bæði áhorfendaverðlaunin og síðan svona special jury prize. Það er skemmtilegt að bæði dómnefndin var að fíla myndina og líka fólkið sem kom í bíó. Það er kannski sigurinn í þessu. Myndin höfðar greinilega til almennings en líka til þessa bransaliðs ef svo má kalla,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar. En Vísir náði tali af honum í miðju kvöldverðarboði sem var haldið beint í kjölfar lokahátíðarinnar í kvöld. Hann segir Rúmena vera góða gestgjafa og að þeir kunni að halda uppi skemmtuninniTheódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson leika fúllynda bræður.Mynd/Brynjar SnærEn af hverju ætli Hrútar höfði til svo breiðs áhorfendahóps? „Ætli Hrútar nái því ekki að vera bæði skemmtileg en líka listræn og djúp. Hún nær kannski bara öllum skalanum. Ég hugsa að það sé þannig að svona myndir sem vinna áhorfendaverðlaun séu svona myndir sem eru skemmtilegar.“ Hann segir að það séu þau skilaboð sem aðstandendur kvikmyndarinnar hafi verið að fá frá því á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Hún getur bæði getur unnið þessi virtu verðlaun en hún selst svo vel líka. Sem er kannski eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi, oft er þetta annaðhvort eða. En hún virðist ná til beggja aðila.“ Tólf kvikmyndir kepptu til verðlauna á hátíðinni og þar af voru tvær íslenskar myndir. Auk Hrúta keppti París Norðursins. Transilvania Trophy eða Verðlaunabikar Transylvaníu-hátíðarinnar hlaut argentísk mynd sem heitir El Inciendo eða Eldurinn. Myndin fékk verðlaunafé upp á rúmlega tvær milljónir og tvö hundruð þúsund krónur. Grímur, leikstjóri, hyggst halda með Hrúta á fleiri kvikmyndahátíðir á árinu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hrútar vinna til Un Certain Regard verðlaunanna á Cannes Fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem vinnur til verðlauna á hátíðinni. 23. maí 2015 17:49 Hrútar frumsýnd á Íslandi í kvöld Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. 25. maí 2015 19:30 Vinna Hrútar til verðlauna í Cannes í kvöld? Úrslitin á kvikmyndahátíðinni í Cannes verða kunngjörð í kvöld og kemur þá í ljós hvort Hrútar vinni til verðlauna í Un Certain Regard hluta keppninnar. 23. maí 2015 10:02 Létu alla gesti Háskólabíós jarma Í gærkvöldið var slegið heimsmet í jarmi þegar íslenska verðlaunamyndin Hrútar var frumsýnd í Háskólabíói. 28. maí 2015 11:00 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndin Hrútar vann til tveggja verðlauna á TIFF eða Transilvania International Film Festival í kvöld. Kvikmyndin var eina myndin sem vann til verðlauna í tveimur flokkum. Hrútar hlaut sérstök dómnefndarverðlaun og einnig áheyrendaverðlaunin. Velgengni Hrúta heldur því áfram en myndin hlaut nýlega verðlaun í Cannes. Sigurvegari dómnefndarverðlaunanna fær í verðlaun 1500 evrur sem eru 220 þúsund íslenskar krónur. Hátíðin sem kennd er við Transylvaníu er yfirleitt haldin í borginni Cluj í Rúmeníu og er á vegum kvikmyndamiðstöðvarinnar þar í landi en TIFF er fyrsta alþjóðlega kvikmyndahátíðin í landinu. „Já þetta var tvöfaldur sigur. Við fengum bæði áhorfendaverðlaunin og síðan svona special jury prize. Það er skemmtilegt að bæði dómnefndin var að fíla myndina og líka fólkið sem kom í bíó. Það er kannski sigurinn í þessu. Myndin höfðar greinilega til almennings en líka til þessa bransaliðs ef svo má kalla,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar. En Vísir náði tali af honum í miðju kvöldverðarboði sem var haldið beint í kjölfar lokahátíðarinnar í kvöld. Hann segir Rúmena vera góða gestgjafa og að þeir kunni að halda uppi skemmtuninniTheódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson leika fúllynda bræður.Mynd/Brynjar SnærEn af hverju ætli Hrútar höfði til svo breiðs áhorfendahóps? „Ætli Hrútar nái því ekki að vera bæði skemmtileg en líka listræn og djúp. Hún nær kannski bara öllum skalanum. Ég hugsa að það sé þannig að svona myndir sem vinna áhorfendaverðlaun séu svona myndir sem eru skemmtilegar.“ Hann segir að það séu þau skilaboð sem aðstandendur kvikmyndarinnar hafi verið að fá frá því á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Hún getur bæði getur unnið þessi virtu verðlaun en hún selst svo vel líka. Sem er kannski eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi, oft er þetta annaðhvort eða. En hún virðist ná til beggja aðila.“ Tólf kvikmyndir kepptu til verðlauna á hátíðinni og þar af voru tvær íslenskar myndir. Auk Hrúta keppti París Norðursins. Transilvania Trophy eða Verðlaunabikar Transylvaníu-hátíðarinnar hlaut argentísk mynd sem heitir El Inciendo eða Eldurinn. Myndin fékk verðlaunafé upp á rúmlega tvær milljónir og tvö hundruð þúsund krónur. Grímur, leikstjóri, hyggst halda með Hrúta á fleiri kvikmyndahátíðir á árinu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hrútar vinna til Un Certain Regard verðlaunanna á Cannes Fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem vinnur til verðlauna á hátíðinni. 23. maí 2015 17:49 Hrútar frumsýnd á Íslandi í kvöld Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. 25. maí 2015 19:30 Vinna Hrútar til verðlauna í Cannes í kvöld? Úrslitin á kvikmyndahátíðinni í Cannes verða kunngjörð í kvöld og kemur þá í ljós hvort Hrútar vinni til verðlauna í Un Certain Regard hluta keppninnar. 23. maí 2015 10:02 Létu alla gesti Háskólabíós jarma Í gærkvöldið var slegið heimsmet í jarmi þegar íslenska verðlaunamyndin Hrútar var frumsýnd í Háskólabíói. 28. maí 2015 11:00 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hrútar vinna til Un Certain Regard verðlaunanna á Cannes Fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem vinnur til verðlauna á hátíðinni. 23. maí 2015 17:49
Hrútar frumsýnd á Íslandi í kvöld Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. 25. maí 2015 19:30
Vinna Hrútar til verðlauna í Cannes í kvöld? Úrslitin á kvikmyndahátíðinni í Cannes verða kunngjörð í kvöld og kemur þá í ljós hvort Hrútar vinni til verðlauna í Un Certain Regard hluta keppninnar. 23. maí 2015 10:02
Létu alla gesti Háskólabíós jarma Í gærkvöldið var slegið heimsmet í jarmi þegar íslenska verðlaunamyndin Hrútar var frumsýnd í Háskólabíói. 28. maí 2015 11:00