Sport

Gullverðlaunahafinn datt í mark

Eiríkur Stefán Ásgeirssno skrifar
Hafdís og Wingfield á brautinni í dag.
Hafdís og Wingfield á brautinni í dag. Vísir/Andri Marinó
Charlotte Wingfield, keppandi frá Möltu, vann í dag gull í 200 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum eftir harða keppni við Hafdísi Sigurðardóttir.

Aðeins munaði 0,03 sekúndum á þeim en Wingfield hafði betur með tíma upp á 24,19 sekúndur.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Andri Marinó, ljósmyndari 365 tók, datt Wingfield þegar hún var við það að koma í mark.

„Ég væri eiginlega til í að sjá markmyndina til að sjá hvort að þeir hafi ekki tekið hausinn eða neitt slíkt [í tímamælingunni],“ sagði Hafdís við Vísi eftir hlaupið en slíkt væri ekki löglegt.

„Ég get beðið um hana en ég er ekki það ósátt að ég ætli að heimta eitthvað. Ég er er rosalega sátt með silfrið enda barðist ég fyrir því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×