Bjarni kynnti tvö frumvörp um afnám hafta Ingvar Haraldsson skrifar 5. júní 2015 11:45 Bjarni Benediktsson kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta. vísir/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni vildi ekkert tjá sig efnislega um frumvörpin við fjölmiðla en hann bjóst við því að málið yrði kynnt opinberlega eftir helgi, líklega á mánudag eða þriðjudag. „Við ræddum í dag frumvarp sem ég lagði fyrir ríkisstjórnina um haftaafnámið og þarna eru á ferðinni tvö frumvörp sem við tókum til umræðu og hyggjumst afgreiða á mánudaginn. Þessi mál eru þannig vaxin að við hyggjumst kynna þau líka fyrir samráðshópnum sem hefur verið starfandi og þau þurfa síðan að lokinni afgreiðslu hér að fara fyrir þingflokka. Þegar þessu ferli er lokið þá munum við halda opinbera kynningu á málinu sem gæti orðið á mánudag, í síðasta lagi á þriðjudag,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort von væri á málaferlum við kröfuhafa vegna svokallað stöðugleikaskatts sem lagður yrði á slitabúin vildi Bjarni ekkert spá fyrir um slíkt. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera kominn fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Bjarni segist vonast til þess að frumvörpin verði að lögum í þessum mánuði og vonast eftir góðu samstarfi við þingið um málið. „Ég hef skynjað mjög góðan vilja hjá öðrum flokkum til að veita þessu máli sérstaka meðferð. Það er ljóst að þetta er mál sem hefur verið í undirbúningi í mjög langan tíma og það er eðlilegt að þingið vilji taka það til skoðunar, nauðsynlegrar skoðunar, og það verður gert í nefnd. En ég vonast á sama tíma til þess að við ljúkum þessu með því að gera málið að lögum í þessum mánuði.“ Hlé var gert á ríkisstjórnarfundi vegna atkvæðagreiðslu á Alþingi en fundurinn mun halda áfram síðar í dag. Gjaldeyrishöft Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni vildi ekkert tjá sig efnislega um frumvörpin við fjölmiðla en hann bjóst við því að málið yrði kynnt opinberlega eftir helgi, líklega á mánudag eða þriðjudag. „Við ræddum í dag frumvarp sem ég lagði fyrir ríkisstjórnina um haftaafnámið og þarna eru á ferðinni tvö frumvörp sem við tókum til umræðu og hyggjumst afgreiða á mánudaginn. Þessi mál eru þannig vaxin að við hyggjumst kynna þau líka fyrir samráðshópnum sem hefur verið starfandi og þau þurfa síðan að lokinni afgreiðslu hér að fara fyrir þingflokka. Þegar þessu ferli er lokið þá munum við halda opinbera kynningu á málinu sem gæti orðið á mánudag, í síðasta lagi á þriðjudag,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort von væri á málaferlum við kröfuhafa vegna svokallað stöðugleikaskatts sem lagður yrði á slitabúin vildi Bjarni ekkert spá fyrir um slíkt. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera kominn fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Bjarni segist vonast til þess að frumvörpin verði að lögum í þessum mánuði og vonast eftir góðu samstarfi við þingið um málið. „Ég hef skynjað mjög góðan vilja hjá öðrum flokkum til að veita þessu máli sérstaka meðferð. Það er ljóst að þetta er mál sem hefur verið í undirbúningi í mjög langan tíma og það er eðlilegt að þingið vilji taka það til skoðunar, nauðsynlegrar skoðunar, og það verður gert í nefnd. En ég vonast á sama tíma til þess að við ljúkum þessu með því að gera málið að lögum í þessum mánuði.“ Hlé var gert á ríkisstjórnarfundi vegna atkvæðagreiðslu á Alþingi en fundurinn mun halda áfram síðar í dag.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira