Það verður austlæg eða breytileg átt 3 – 7 metrar á sekúndu og litlar líkur á rigningu. Þeim litum sem fleygt er yfir keppendur skolast því ekki í burtu heldur haldast út hlaupið.
Sjá einnig: The Color Run í fyrsta skipti á Íslandi

Hlaupið hefst formlega klukkan 11 en fyrirpartýið svokallaða hefst klukkan 9.
Hlýjast verður á suðvestanverðu landinu á laugardeginum en þó er farið að birta á Norðurlandi og hætt að snjóa. Þar verður einnig heiðskírt og lítill vindur.
Sjómannadagurinn lofar ekki eins góðu fyrir höfuðborgarbúa en spá Veðurstofunnar segir að skýjað verði og að mögulega gæti rignt. Þá mun sólin leika við íbúa austar á landinu. Á mánudeginum tekur að rigna um mest allt land.