Öruggur sigur Anítu: Ekki glæsilegt en skemmtilegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 19:12 Vísir/Stefán Aníta Hinriksdóttir náði í dag í gullverðlaunin sem hún missti af á þriðjudaginn. Aníta kom langfyrst í mark í 1500 m hlaupi sem var kærkomið eftir silfrið í 800 m á þriðjudaginn. Aníta hljóp á 4:26,37 mínútum og var engu að síður rúmum ellefu sekúndum frá sínum besta tíma í greininni. Hún lagði hins vegar hlaupið skynsamlega upp - hélt sér til hlés framan af og tók svo fram úr þegar rúmur hringur var eftir og stakk þá aðra af - enda nóg eftir á tankinum. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta sem missti keppanda fram úr sér í lokasprettinum í 800 m hlaupinu þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínum besta tíma þá. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“ „Það var kominn tími á að gera eitthvað þegar það voru 500 m eftir og taka fram úr. Ég er mjög sátt við þetta og ánægð þó svo að það sé aldrei glæsilegt að bíða bara svona eins og ég gerði framan af.“ „En þetta var skemmtilegt hlaup og gaman að hlaupa með þessa hvatningu sem maður fékk frá áhorfendum.“ Sigurbjörn Árni Arngrímsson, einn helsti frjálsíþróttasérfræðingur landsins, hefur haldið því fram í viðtölum að hann telji það henta Anítu betur að keppa í 1500 m hlaupi en 800 m. „Ég veit ekki hvort hann meini það í raun sjálfur þegar hann skýtur því svona fram. Þetta er ákveðin pæling. En á ég hef gaman að 800 m þá mun ég einbeita mér að því. Mér finnst það henta mér betur núna.“ Aníta stefnir að því að hlaupa í 4x400 m sveit Íslands á laugardaginn en hún er búin að keppa í sínum einstaklingsgreinum. „Ég er þokkalega sátt. Þetta voru bæði mjög hæg hlaup og þó svo að ég hafi gert mistök á þriðjudaginn þá er gott að læra af því og halda áfram. Það var skemmtilegt í dag.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir náði í dag í gullverðlaunin sem hún missti af á þriðjudaginn. Aníta kom langfyrst í mark í 1500 m hlaupi sem var kærkomið eftir silfrið í 800 m á þriðjudaginn. Aníta hljóp á 4:26,37 mínútum og var engu að síður rúmum ellefu sekúndum frá sínum besta tíma í greininni. Hún lagði hins vegar hlaupið skynsamlega upp - hélt sér til hlés framan af og tók svo fram úr þegar rúmur hringur var eftir og stakk þá aðra af - enda nóg eftir á tankinum. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta sem missti keppanda fram úr sér í lokasprettinum í 800 m hlaupinu þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínum besta tíma þá. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“ „Það var kominn tími á að gera eitthvað þegar það voru 500 m eftir og taka fram úr. Ég er mjög sátt við þetta og ánægð þó svo að það sé aldrei glæsilegt að bíða bara svona eins og ég gerði framan af.“ „En þetta var skemmtilegt hlaup og gaman að hlaupa með þessa hvatningu sem maður fékk frá áhorfendum.“ Sigurbjörn Árni Arngrímsson, einn helsti frjálsíþróttasérfræðingur landsins, hefur haldið því fram í viðtölum að hann telji það henta Anítu betur að keppa í 1500 m hlaupi en 800 m. „Ég veit ekki hvort hann meini það í raun sjálfur þegar hann skýtur því svona fram. Þetta er ákveðin pæling. En á ég hef gaman að 800 m þá mun ég einbeita mér að því. Mér finnst það henta mér betur núna.“ Aníta stefnir að því að hlaupa í 4x400 m sveit Íslands á laugardaginn en hún er búin að keppa í sínum einstaklingsgreinum. „Ég er þokkalega sátt. Þetta voru bæði mjög hæg hlaup og þó svo að ég hafi gert mistök á þriðjudaginn þá er gott að læra af því og halda áfram. Það var skemmtilegt í dag.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sjá meira
Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16