Snerti fyrst kringluna í fyrra og vann gull á Smáþjóðaleikunum í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 19:00 Guðni Valur með verðlaunin sín í dag. Vísir/E. Stefán Árangur Guðna Vals Guðnasonar á Smáþjóðaleikunum hefur komið mörgum í opna skjöldu en hann gerði sér lítið fyrir í dag og vann gullverðlaun í kringlukasti. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að hann er í raun nýbyrjaður að æfa greinina. „Ég snerti kringluna fyrst í fyrra og keppti í mína fyrsta móti snemma sumars og kastaði þá 49 m með 1,75 kg kringlu,“ sagði hinn nítján ára Guðni en hefðbundin kringla er 2 kg þung. Guðni Valur æfir með ÍR og segja þjálfarar hans að hann hafi alla burði til að ná langt á alþjóðavísu. Sjálfur hefur hann ekki útilokað að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. En hlutirnir hafa gerst hratt hjá þessum efnilega kappa. „Ég var líka að æfa kúluvarp með kringlunni og var stefnan að komast inn á HM nítján ára og yngri sem tókst þó ekki. Ég var þó ansi nálægt því í desember.“ Guðni keppti á Norðurlandameistaramótinu í báðum greinum og hélt áfram að bæta sig. „En ég hef ekki getað æft kúluna síðan í vetur þegar ég festi löppina í plankanum og þá small eitthvað í hnénu.“ „Þannig að ég hef einbeitt mér að kringlunni sem hefur gengið mjög vel. Ég kastaði 56,41 m í dag og bætti mig um 80 sentímetra eða svo. Ég held að ég sé kominn á topp tíu listann á Íslandi sem er mjög fínt,“ sagði Guðni en bætti við: „Ég stefni auðvitað á fyrsta sætið. Það væri líka gaman að ná því á heimslistanum líka.“ Ljóst er að Guðni á mikið eftir í íþróttinni enda enn ungur og í raun nýbyrjaður að æfa og keppa. Og það má heyra á honum að hann er óhræddur við að láta sig dreyma. „Ég stefni hátt. Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári.“ Guðni æfði körfubolta í sjö og hálft ár og golf í tíu ár. Hann hætti því í fyrra vegna tímaskorts en sneri sér þá að kastgreinum. „Maður fær mjöðmina úr golfinu í köstin, ef það tekst yfir höfuð. Það er oft mjög erfitt og á eftir að koma betur hjá mér,“ sagði hann og ætlar sér langt í kringlukasti. „Maður fer ekki að æfa eitthvað nema að ætla sér að verða bestur í því. Það er bara svoleiðis.“ „Ég stefndi á sigur í dag og ætlaði að reyna að bæta mig, sem tókst. Mér skilst að veðurspáin hefði verið slæm en það skipti mig litlu máli. Veðrið var fínt og mér tókst að bæta mig.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Sjá meira
Árangur Guðna Vals Guðnasonar á Smáþjóðaleikunum hefur komið mörgum í opna skjöldu en hann gerði sér lítið fyrir í dag og vann gullverðlaun í kringlukasti. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að hann er í raun nýbyrjaður að æfa greinina. „Ég snerti kringluna fyrst í fyrra og keppti í mína fyrsta móti snemma sumars og kastaði þá 49 m með 1,75 kg kringlu,“ sagði hinn nítján ára Guðni en hefðbundin kringla er 2 kg þung. Guðni Valur æfir með ÍR og segja þjálfarar hans að hann hafi alla burði til að ná langt á alþjóðavísu. Sjálfur hefur hann ekki útilokað að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. En hlutirnir hafa gerst hratt hjá þessum efnilega kappa. „Ég var líka að æfa kúluvarp með kringlunni og var stefnan að komast inn á HM nítján ára og yngri sem tókst þó ekki. Ég var þó ansi nálægt því í desember.“ Guðni keppti á Norðurlandameistaramótinu í báðum greinum og hélt áfram að bæta sig. „En ég hef ekki getað æft kúluna síðan í vetur þegar ég festi löppina í plankanum og þá small eitthvað í hnénu.“ „Þannig að ég hef einbeitt mér að kringlunni sem hefur gengið mjög vel. Ég kastaði 56,41 m í dag og bætti mig um 80 sentímetra eða svo. Ég held að ég sé kominn á topp tíu listann á Íslandi sem er mjög fínt,“ sagði Guðni en bætti við: „Ég stefni auðvitað á fyrsta sætið. Það væri líka gaman að ná því á heimslistanum líka.“ Ljóst er að Guðni á mikið eftir í íþróttinni enda enn ungur og í raun nýbyrjaður að æfa og keppa. Og það má heyra á honum að hann er óhræddur við að láta sig dreyma. „Ég stefni hátt. Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári.“ Guðni æfði körfubolta í sjö og hálft ár og golf í tíu ár. Hann hætti því í fyrra vegna tímaskorts en sneri sér þá að kastgreinum. „Maður fær mjöðmina úr golfinu í köstin, ef það tekst yfir höfuð. Það er oft mjög erfitt og á eftir að koma betur hjá mér,“ sagði hann og ætlar sér langt í kringlukasti. „Maður fer ekki að æfa eitthvað nema að ætla sér að verða bestur í því. Það er bara svoleiðis.“ „Ég stefndi á sigur í dag og ætlaði að reyna að bæta mig, sem tókst. Mér skilst að veðurspáin hefði verið slæm en það skipti mig litlu máli. Veðrið var fínt og mér tókst að bæta mig.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn