Átta milljónir hafa safnast fyrir körfuboltalandsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2015 06:30 Kempurnar Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson ásamt landsliðsmönnunum Hlyni Bæringssyni og Loga Gunnarssyni. vísir/ernir „Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega vel hjá okkur,“ segir körfuboltagoðsögnin Einar Bollason en hann er hluti af hópi sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna. Hún hefur verið að safna peningum síðan í september til þess að styðja við bakið á karlalandsliðinu sem er á leið á EM í september. Velunnarar körfuboltans gátu skuldbundið sig til þess að greiða litla upphæð á mánuði í tíu mánuði. Margt smátt gerir eitt stórt og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. „Þetta er búið að vera að malla inn í vetur og við erum búnir að safna um átta milljónum króna. Við settum upprunalega stefnuna á fimm milljónir en þetta fór langt fram úr okkar væntingum,“ segir Einar glaður í bragði. „Fyrst þetta gekk svona vel þá höfum við sett stefnuna á tíu milljónir. Við erum að vonast eftir því að ná fleirum inn núna á næstu misserum. „Ætli það séu ekki um 200 manns sem hafa skráð sig í þetta átak og svo nokkur fyrirtæki. Það er alls konar fólk að taka þátt og það reynir að virkja fólkið í kringum sig.“ Samstaðan í körfuboltahreyfingunni er augljóslega mikil og hún yljar Einari um hjartarætur. „Það er svo ótrúlega gaman að þessu. Ég hef talað við gamla handboltamenn sem spyrja bara hvernig við förum eiginlega að þessu. Við byrjuðum að safna um leið og strákarnir komust á mótið enda er þetta dýrt verkefni. Þetta er söguleg stund og margir vilja hjálpast að sem er yndislegt.“ Einar og hans gömlu vinir ætla ekki að láta leiki íslenska liðsins í Berlín fram hjá sér fara. „Ég fer sem og frúin og allir gömlu KR-ingarnir. Við skráðum okkur um leið og það er allt klárt. Það ætla bara allir að fara til Berlínar og þetta verður alveg stórkostlegt. „Ég er að reikna með svona 1.000 Íslendingum á svæðinu. Þetta verður sögulegt og afar gaman að þessu öllu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega vel hjá okkur,“ segir körfuboltagoðsögnin Einar Bollason en hann er hluti af hópi sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna. Hún hefur verið að safna peningum síðan í september til þess að styðja við bakið á karlalandsliðinu sem er á leið á EM í september. Velunnarar körfuboltans gátu skuldbundið sig til þess að greiða litla upphæð á mánuði í tíu mánuði. Margt smátt gerir eitt stórt og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. „Þetta er búið að vera að malla inn í vetur og við erum búnir að safna um átta milljónum króna. Við settum upprunalega stefnuna á fimm milljónir en þetta fór langt fram úr okkar væntingum,“ segir Einar glaður í bragði. „Fyrst þetta gekk svona vel þá höfum við sett stefnuna á tíu milljónir. Við erum að vonast eftir því að ná fleirum inn núna á næstu misserum. „Ætli það séu ekki um 200 manns sem hafa skráð sig í þetta átak og svo nokkur fyrirtæki. Það er alls konar fólk að taka þátt og það reynir að virkja fólkið í kringum sig.“ Samstaðan í körfuboltahreyfingunni er augljóslega mikil og hún yljar Einari um hjartarætur. „Það er svo ótrúlega gaman að þessu. Ég hef talað við gamla handboltamenn sem spyrja bara hvernig við förum eiginlega að þessu. Við byrjuðum að safna um leið og strákarnir komust á mótið enda er þetta dýrt verkefni. Þetta er söguleg stund og margir vilja hjálpast að sem er yndislegt.“ Einar og hans gömlu vinir ætla ekki að láta leiki íslenska liðsins í Berlín fram hjá sér fara. „Ég fer sem og frúin og allir gömlu KR-ingarnir. Við skráðum okkur um leið og það er allt klárt. Það ætla bara allir að fara til Berlínar og þetta verður alveg stórkostlegt. „Ég er að reikna með svona 1.000 Íslendingum á svæðinu. Þetta verður sögulegt og afar gaman að þessu öllu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira