Birkir úr leik: Gerði dýr mistök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júní 2015 15:11 Birkir á Smáþjóðaleikunum. Vísir/Pjetur Birkir Gunnarsson féll í dag úr leik í einliðaleik karla í tennis eftir að hafa tapað fyrir Sergios Kyratzis frá Kýpur, 6-4 og 6-4. Birkir hafði í gær betur gegn keppanda frá Möltu en mátti sætta sig við tap gegn Kyratzis sem er skráður sem sjöundi sterkasti keppandi mótsins. Kyratzis er nú kominn í 8-manna úrslit. Birkir barðist hetjulega gegn Kýpverjanum sem er í um 1.500 sæti á heimslistanum en Birkir er námsmaður og leikur með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum. Kyratzis var með sterkari uppgjöf og vann þær lotur nokkuð örugglega í fyrsta setti. Hann vann svo eina lotu þar sem Birkir átti uppgjöf í stöðunni 4-3 og vann svo fyrra settið, 6-4. Það var meiri barátta í Birki í síðara settinu. Eftir að Kyratzis vann tvær lotur í röð snemma náði Birkir að svara og halda spennu í viðureigninni. Kyraztis tók þá aftur völdin, náði 5-2 forystu og þó svo að Birkir hafi unnið næstu tvær lotur náði Kýpverjinn að vinna þetta nokkuð örugglega í síðustu lotunni og tryggja sér sigur í settinu, 6-4, og leiknum, 2-0. „Ég spilaði ágætlega á köflum en ég náði ekki að halda uppgjöf í seinna settinu og það var kannski munurinn í dag. Mér fannst við spila svipaðan tennis á endalínu en hann er með betri uppgjafir,“ sagði Birkir við Vísi eftir leikinn í dag.Vísir/Pjetur„Hann er alls ekkert lélegur, þessi andstæðingur. Hann er atvinnumaður og ég er ekki ósáttur við minn leik, þó svo að ég hafi getað gert betur. Ég gerði mistök í dag sem voru dýr og ég nýtti ekki þau tækifæri sem ég fékk.“ Birkir segist ekki hafa gert sér vonir um að spila um gull á leikunum. „Flestir þeir sem eru hér eru atvinnumenn í tennis eða hafa verið atvinnumenn. Það erum við ekki,“ segir Birkir. „Ég ætlaði að reyna að komast eins langt og ég gæti en lengra komst ég ekki.“ Birkir spilar í tvenndarleik síðar í dag með Heru Björk Gunnarsdóttir gegn pari frá Andorra. Hann reiknar með erfiðri viðureign. En eftir Smáþjóðaleikana ætlar Birkir að taka þátt í nokkrum mótum ytra en hápunkturinn verður svo þátttaka Íslands í Davis Cup í sumar. „Við keppum í San Marínó og það ætti að verða gaman,“ sagði Birkir sem heldur aftur utan til Bandaríkjanna í haust þar sem hann á tvö ár eftir. Hvað tekur við þá er óvitað. „Þegar stórt er spurt. Ég ætla að spila tennis í þessi tvö ár og svo sér maður bara til hvað gerist,“ sagði hann. Tennis Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira
Birkir Gunnarsson féll í dag úr leik í einliðaleik karla í tennis eftir að hafa tapað fyrir Sergios Kyratzis frá Kýpur, 6-4 og 6-4. Birkir hafði í gær betur gegn keppanda frá Möltu en mátti sætta sig við tap gegn Kyratzis sem er skráður sem sjöundi sterkasti keppandi mótsins. Kyratzis er nú kominn í 8-manna úrslit. Birkir barðist hetjulega gegn Kýpverjanum sem er í um 1.500 sæti á heimslistanum en Birkir er námsmaður og leikur með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum. Kyratzis var með sterkari uppgjöf og vann þær lotur nokkuð örugglega í fyrsta setti. Hann vann svo eina lotu þar sem Birkir átti uppgjöf í stöðunni 4-3 og vann svo fyrra settið, 6-4. Það var meiri barátta í Birki í síðara settinu. Eftir að Kyratzis vann tvær lotur í röð snemma náði Birkir að svara og halda spennu í viðureigninni. Kyraztis tók þá aftur völdin, náði 5-2 forystu og þó svo að Birkir hafi unnið næstu tvær lotur náði Kýpverjinn að vinna þetta nokkuð örugglega í síðustu lotunni og tryggja sér sigur í settinu, 6-4, og leiknum, 2-0. „Ég spilaði ágætlega á köflum en ég náði ekki að halda uppgjöf í seinna settinu og það var kannski munurinn í dag. Mér fannst við spila svipaðan tennis á endalínu en hann er með betri uppgjafir,“ sagði Birkir við Vísi eftir leikinn í dag.Vísir/Pjetur„Hann er alls ekkert lélegur, þessi andstæðingur. Hann er atvinnumaður og ég er ekki ósáttur við minn leik, þó svo að ég hafi getað gert betur. Ég gerði mistök í dag sem voru dýr og ég nýtti ekki þau tækifæri sem ég fékk.“ Birkir segist ekki hafa gert sér vonir um að spila um gull á leikunum. „Flestir þeir sem eru hér eru atvinnumenn í tennis eða hafa verið atvinnumenn. Það erum við ekki,“ segir Birkir. „Ég ætlaði að reyna að komast eins langt og ég gæti en lengra komst ég ekki.“ Birkir spilar í tvenndarleik síðar í dag með Heru Björk Gunnarsdóttir gegn pari frá Andorra. Hann reiknar með erfiðri viðureign. En eftir Smáþjóðaleikana ætlar Birkir að taka þátt í nokkrum mótum ytra en hápunkturinn verður svo þátttaka Íslands í Davis Cup í sumar. „Við keppum í San Marínó og það ætti að verða gaman,“ sagði Birkir sem heldur aftur utan til Bandaríkjanna í haust þar sem hann á tvö ár eftir. Hvað tekur við þá er óvitað. „Þegar stórt er spurt. Ég ætla að spila tennis í þessi tvö ár og svo sér maður bara til hvað gerist,“ sagði hann.
Tennis Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira