Spænskumælandi bílkaupendur draga áfram vöxtinn vestra Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2015 09:48 Mesta aukningin í bílasölu í Bandaríkjunum er til spænskumælandi fólks. Sá þjóðfélagshópur sem bílaframleiðendur sjá mestan vöxt í sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum er hjá spænskumælandi fólki. Svo rammt kveður við að spænskumælandi fólk (Hispanic) á stærstan hlut í þeim vexti sem var í bílasölu þar vestra á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá IHS Automotive Polk market data var 96% af söluaukningu bíla Ford og Chevrolet í fyrra skýrð út með aukinni sölu til spænskumælandi fólks þar í landi. Þessi tala var 33% hjá Nissan, 35% hjá Toyota og 100% hjá Honda og þar á bæ hefði líkleg orðið söluminnkun á milli ára ef ekki hefði komið til svo mikillar sölu til spænskumælandi fólks.Söluaukning 5,9% en 15% hjá spænskumælandi Sala bíla í Bandaríkjunum jókst um 5,9% í fyrra og seldust 921.636 fleiri bílar en árið 2013. Sala bíla til spænskumælandi fólks jókst hinsvegar um 15% og skýrði það út um 250.000 bíla af þessari aukningu. Þetta átti ekki einungis við í þeim fylkjum þar sem hátt hlutfall er af spænskumælandi fólki, eins og í Kaliforníu, Texas og Flórida, heldur einnig í miðvesturríkjunum og víðar um landið. Það eru 54 milljónir spænskumælandi fólks í Bandaríkjunum og fer þeim hratt fjölgandi, en árið 1995 voru þeir 27 milljónir. Búist er við því að talan muni aftur tvöfaldast á næstu 35 árum og verði 108 milljónir árið 2050.Toyota leggur áherslu á spænskumælandi Toyota hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á þann markhóp sem spænskumælandi fólk er og selur ekkert eitt bílafyrirtæki eins hátt hlutfall bíla sinna til spænskumælandi fólks, eða 16,9% í fyrra. Þetta hlutfall er 12,3% hjá Nissan og 11,9% hjá Honda, 9,2% hjá Chevrolet og 8,5% hjá Ford. Toyota seldi fjórða hvern Corolla bíl í fyrra til spænskumælandi fólks í Bandaríkjunum og fimmta hvern Lexus IS bíl. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Sá þjóðfélagshópur sem bílaframleiðendur sjá mestan vöxt í sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum er hjá spænskumælandi fólki. Svo rammt kveður við að spænskumælandi fólk (Hispanic) á stærstan hlut í þeim vexti sem var í bílasölu þar vestra á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá IHS Automotive Polk market data var 96% af söluaukningu bíla Ford og Chevrolet í fyrra skýrð út með aukinni sölu til spænskumælandi fólks þar í landi. Þessi tala var 33% hjá Nissan, 35% hjá Toyota og 100% hjá Honda og þar á bæ hefði líkleg orðið söluminnkun á milli ára ef ekki hefði komið til svo mikillar sölu til spænskumælandi fólks.Söluaukning 5,9% en 15% hjá spænskumælandi Sala bíla í Bandaríkjunum jókst um 5,9% í fyrra og seldust 921.636 fleiri bílar en árið 2013. Sala bíla til spænskumælandi fólks jókst hinsvegar um 15% og skýrði það út um 250.000 bíla af þessari aukningu. Þetta átti ekki einungis við í þeim fylkjum þar sem hátt hlutfall er af spænskumælandi fólki, eins og í Kaliforníu, Texas og Flórida, heldur einnig í miðvesturríkjunum og víðar um landið. Það eru 54 milljónir spænskumælandi fólks í Bandaríkjunum og fer þeim hratt fjölgandi, en árið 1995 voru þeir 27 milljónir. Búist er við því að talan muni aftur tvöfaldast á næstu 35 árum og verði 108 milljónir árið 2050.Toyota leggur áherslu á spænskumælandi Toyota hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á þann markhóp sem spænskumælandi fólk er og selur ekkert eitt bílafyrirtæki eins hátt hlutfall bíla sinna til spænskumælandi fólks, eða 16,9% í fyrra. Þetta hlutfall er 12,3% hjá Nissan og 11,9% hjá Honda, 9,2% hjá Chevrolet og 8,5% hjá Ford. Toyota seldi fjórða hvern Corolla bíl í fyrra til spænskumælandi fólks í Bandaríkjunum og fimmta hvern Lexus IS bíl.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent