Enginn nýr samningafundur hefur enn verið boðaður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndirnar hittust síðast á föstudaginn.
Tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar lögðu niður störf á miðnætti á þriðjudaginn í síðustu viku. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft mikil áhrif á heilbrigðisstofanir um allt land.
Enginn fundur á dagskrá hjá hjúkrunarfræðingum
Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
