Svartfellingurinn Nemanja Malovic mun spila með ÍBV á nýjan leik næsta vetur.
Hann er búinn að skrifa undir samning við félagið fyrir næsta tímabil. Hann var í liði ÍBV leiktíðina 2012-13 er ÍBV vann 1. deildina. Þá var hann markahæsti leikmaður liðsins með 141 mark í 19 leikjum. Hann skoraði meðal annars 17 mörk í einum leik gegn Selfossi.
Síðustu tvö tímabil hefur hann spilað með Amicitia Zurich í Sviss.
Eyjamenn eru stórhuga fyrir næsta tímabil en á dögunum sömdu þeir við línumanninn Kára Kristján Kristjánsson.
Malovic aftur til Eyja

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti

Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla
Íslenski boltinn


