BMW ákveður smíði X2 jepplings Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 10:54 BMW X2, enn einn bíllinn í flokki jepplinga og jeppa lúxusbílaframleiðendanna. Stjórn BMW hefur samþykkt framleiðslu X2 jepplings sem keppa á við Range Rover Evoque bílinn. Lögun bílsins verður í ætt við X4 og X6 bílana sem eru með háum afturenda. Svo virðist sem BMW sé langt komið með hönnun bílsins þar sem hann fer í prófanir eftir nokkrar vikur. Bíllinn mun koma í sölu árið 2017 að sögn bílatímaritsins Autocar. BMW X2 verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X1 jepplingsins og hins nýja BMW 2 Active Tourer. BMW ætlar með þessum bíl að svara Audi og Mercedes Benz sem einnig eru að fjölga jepplingum og jeppum sínum. Hörð barátta er á milli þessara þriggja þýsku lúxusbílaframleiðenda um hvort þeirra selur fleiri bíla og ætlar BMW ekki að gefa neitt eftir í þessum slag og veðjar eins og svo margur bílaframleiðandinn í dag á vinsældir jepplinga. BMW X2 verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, að sögn Autocar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent
Stjórn BMW hefur samþykkt framleiðslu X2 jepplings sem keppa á við Range Rover Evoque bílinn. Lögun bílsins verður í ætt við X4 og X6 bílana sem eru með háum afturenda. Svo virðist sem BMW sé langt komið með hönnun bílsins þar sem hann fer í prófanir eftir nokkrar vikur. Bíllinn mun koma í sölu árið 2017 að sögn bílatímaritsins Autocar. BMW X2 verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X1 jepplingsins og hins nýja BMW 2 Active Tourer. BMW ætlar með þessum bíl að svara Audi og Mercedes Benz sem einnig eru að fjölga jepplingum og jeppum sínum. Hörð barátta er á milli þessara þriggja þýsku lúxusbílaframleiðenda um hvort þeirra selur fleiri bíla og ætlar BMW ekki að gefa neitt eftir í þessum slag og veðjar eins og svo margur bílaframleiðandinn í dag á vinsældir jepplinga. BMW X2 verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, að sögn Autocar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent