Sprækur Mercedes Benz GLE með 449 hestafla tvinnaflrás Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2015 15:04 Mercedes Benz GLE e Plug-In-Hybrid er hlaðinn afli. Í fyrsta sinn í framleiðslusögu Mercedes-Benz er boðið upp á jeppa með tengiltvinnaflrás. Um er að ræða nýjan GLE 500 e Plug-in Hybrid bíl þar sem fer saman hámarks sparneytni og afkastageta. Aflrásin í GLE 500 e er með V6 bensínvél og rafmótor sem skila alls 449 hestöflum. Hámarkstog er 650 Nm svo ekki skortir toggetuna í þennan bíl. CO2 losunin er einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri 3,3 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Rafmagnsnotkunin í tvinnbílnum er 16,7 kWh/100 km og með þessu setur hann ný viðmið á þessu sviði í stærðarflokknum. Þessu til viðbótar er akstursdrægi hans allt að 30 km einungis á raforkunni. Tvinnbíllinn nær allt að 130 km hraða á klst eingöngu fyrir raforku og orkuendurheimt inn á rafgeyminn. Í nýjum Mercedes Benz GLE 500 e fer saman afkastageta og fágun auk mikllar sparneytni og fjölhæfni sportjeppa í lúxusflokki. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent
Í fyrsta sinn í framleiðslusögu Mercedes-Benz er boðið upp á jeppa með tengiltvinnaflrás. Um er að ræða nýjan GLE 500 e Plug-in Hybrid bíl þar sem fer saman hámarks sparneytni og afkastageta. Aflrásin í GLE 500 e er með V6 bensínvél og rafmótor sem skila alls 449 hestöflum. Hámarkstog er 650 Nm svo ekki skortir toggetuna í þennan bíl. CO2 losunin er einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri 3,3 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Rafmagnsnotkunin í tvinnbílnum er 16,7 kWh/100 km og með þessu setur hann ný viðmið á þessu sviði í stærðarflokknum. Þessu til viðbótar er akstursdrægi hans allt að 30 km einungis á raforkunni. Tvinnbíllinn nær allt að 130 km hraða á klst eingöngu fyrir raforku og orkuendurheimt inn á rafgeyminn. Í nýjum Mercedes Benz GLE 500 e fer saman afkastageta og fágun auk mikllar sparneytni og fjölhæfni sportjeppa í lúxusflokki.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent